Lögðu hald á 100 gr. af maríjúana
22. júlí, 2013
Eins og fram kom hér á Eyjafréttum lagði lögreglan í Vestmannaeyjum hald á um 100 gr. af maríjúana. Efnin fundust í bifreið manns á fimmtugsaldri en efnin voru ætluð til sölu. Sem fyrr er mikill viðbúnaður hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum þegar fíkniefni eru annars vegar, sérstaklega nú í aðdraganda þjóðhátíðar. Lögreglan óskar eftir liðsinni almennings í baráttunni við fíkniefnin.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst