Er framtíðin björt?

Mér finnst hafa skapast undarlegt andrúmsloft á Alþingi undanfarið sem ekki er vænlegt til árangurs. Einhver hroki og besserwisseraháttur – það virðast allir vita hvernig á að leysa málin og hinn aðilinn virðist ALLTAF hafa vitlaust fyrir sér. Hvernig getur það verið? Í staðinn fyrir að þetta fólk sem er í vinnu hjá íslensku þjóðinni, […]
Metnaðarfull og fagleg sýning

Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir á morgun, fimmtudag, söngleikinn Grease í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Kvikmyndina Grease, eða Koppafeiti eins og hún hét á okkar ylhýra móðurmáli, þekkja allir enda ein allra vinsælasta söngvamynd kvikmyndasögunnar. Veturliði Guðnason samdi íslenska texta laganna en í aðalhlutverki eru þau Ævar Örn Kristinsson, sem leikur Danny Zuko, Emma Bjarnadóttir, sem leikur Sandy […]
Á þriðja tug listamanna frá Eyjum á leiðinni vestur

Um helgina fer fram á Ísafirði hin árlega rokkhátíð alþýðunnar Aldrei fór ég suður. Þar eigum við Eyjamenn að sjálfsögðu okkar fulltrúa og það á þriðja tug. En það eru hljómsveitin Blind Bargain og Lúðrasveit Vestmannaeyja. (meira…)
Nóg af stórum og góðum þorski

Þrír bátar eru gerðir út á net í Vestmannaeyjum og nú er ekki verið að eltast við tonnin. Það er verðmætið sem skiptir máli og er allt kapp lagt á að koma með sem best hráefni að landi. Þegar spáir brælu er dregið í og legið með netin í landi frekar en að draga tveggja […]
Opnun á sýningar á verkum Kjarvals klukkan 11:00 á morgun

Á morgun, Skírdag opnar sýning á verkum Jóhannesar Kjarvals sem eru í eigu Vestmannaeyjabæjar. Sýningin opnar klukkan 11:00 í Einarsstofu, ekki klukkan 14:00 eins og misritað er í auglýsingu Vestmannaeyjabæjar í Eyjafréttum. Þá verður sýningin opin frá 11 til 17, bæði á skírdag og annan í páskum. (meira…)
Lokaúttekt á nýjasta skipi flotans

Heimaey VE 1, nýjasta skip Ísfélags Vestmannaeyja, er í slipp í Reykjavík. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra Ísfélags Vestmannaeyja, eru ástæður þessa þær að ábyrgð skipsins rennur út fljótlega og venjan er að skoða skip rækilega við þau tímamót. Heimaey kom til landsins í apríl 2012 og var smíðuð í Síle. (meira…)
Árleg Páskagang á páskadag, Kjarvalsýning í safnhúsi

Framundan er fjölbreytt páskahelgi í Vestmannaeyjum. Í fréttatilkynningu frá Vestmannaeyjabæ segir að m.a. verði boðið upp á sýningu á verkum Kjarvals í Einarsstofu, hina árlegu páskagöngu í Páskahelli, frumsýningu Leikfélags Vestmannaeyja á Grease, dansleik með hljómsveitinni Buff auk þess sem söfn Vestmannaeyjabæjar verða opin. Dagskrána í heild má sjá hér að neðan. (meira…)
Hægri grænir með fund í Eyjum í dag

Í dag, miðvikudag kl. 17.30 verða Hægri grænir með opinn fund á Kaffi kró. Farið verður yfir helstu kosningamál flokksins, til að mynda kynslóðasáttina, ríkisdalinn, skattastefnu og önnur mál sem brenna á fundargestum. (meira…)
Margfeldisáhrif Landeyjahafnar

Herjólfur hóf aftur siglingar til Landeyjahafnar í dag eftir nokkurra daga hlé. Í Rangárþingi eystra talar fólk um margfeldisáhrif í verslun og þjónustu þegar höfnin er opin. (meira…)
Nýr íslenskur lögeyrir �?? Stórir ávinningar fyrir þjóðina

Vangaveltur eru um hvað best er að gera í gjaldmiðilsmálum. Með því að taka einhliða upp gjaldmiðil annars ríkis þá þurfum við að kaupa hann, gjaldeyri með gjaldeyri, sem við eigum ekki og svo misstum við einnig stjórn á peningamálum okkar til þess ríkis, sem á gjaldmiðilinn. Ef við gengjum í ESB til þess að […]