Landeyjahöfn á morgun, þriðjudag

Herjólfur mun sigla til Landeyjahafnar á morgun, þriðjudaginn 26. mars. Brottför verður klukkan 8:00 frá Eyjum og frá Landeyjahöfn klukkan 10:00. Vegna dýpis og sjávarstöðu, verður brottför í aðra ferð dagsins færð frá 11:30 til 14:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 13:00 og til 16:00. Þriðja ferð verður svo samkvæmt áætlun, 17:30 frá Eyjum og 19:00 […]

Loftbrú milli lands og Eyja á �?jóðhátíð

Vegna mikillar eftirspurnar hefur Flugfélagið Ernir hafið sölu á flugi til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina. Er þetta mun fyrr en áður og má nefna að í fyrra hófst sala með flugi á Þjóðhátið í maí og má því gera ráð fyrir miklum fjölda gesta sem fer fljúgandi á þessa flottu hátíð þeirra Eyjamanna. Flugfélagið Ernir mun […]

�?tluðu að brjótast inn en réðust á húsráðanda sem kom að þeim

Nokkur erill var hjá lögreglu í vikunni sem leið og hin ýmsu mál sem upp komu, enda lögreglustarfið fjölbreytt. Skemmtanahald helgarinnar fór fram með ágætum og lítið um að lögreglan hafi þurft að hafa afskipti af gestum öldurhúsanna.Að kvöldi 19. mars sl. var lögreglu tilkynnt um líkamsárás fyrir utan Vestmannabraut 33 en þarna hafði húsráðandi […]

Lágmarkslaun lögbundin, hækkun skattleysismarka, lækkun gjalda

Eins og vinnulöggjöfin er í dag, þá eru það samtök atvinnulífsins, sem sjá að mestu um samninga um kaup og kjör. Höfundi finnst persónulega, að það megi auðvitað velta því fyrir sér, hvort að það sé eðlilegt að þvinga fólk í sérstakt verkalýðsfélag, sem hafi einkarétt á velferð þess, þótt það ráði litlu sem engu […]

Nýr Herjólfur verður aflminna skip

Niðurstöður vinnuhóps um hönnunarforsendur Vestmannaeyjaferju er að ferja með helmingi minna vélarafl en núverandi Herjólfur henti best til siglinga í Landeyjahöfn. Niðurstaða hermilíkan sem unnið var af FORCE Technology í Danmörku er að ferja sem er 60 metra löng með tvær 1.300 kW vélar henti best. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun á Mbl.is. (meira…)

Skemmtilegt myndband frá hátíðahöldunum í gærkvöld

Eins og fram hefur komið, tóku Eyjamenn á móti bikar fyrir sigurinn í 1. deildinni í gær. Gleðin og fögnuðurinn í kjölfarið var einlægur og skemmtilegur, eins og strákanna var von og vísa. Sighvatur Jónsson var á staðnum og myndaði það sem fyrir augu bar en hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband hans frá […]

Hvers virði er allt heimsins prjál?

„Hvers virði er allt heimsins prjál ef það er enginn hér sem stendur kyrr er aðrir hverfa á braut. Sem vill þér jafnan vel og deilir með þér gleði og sorg þá áttu minna en ekki neitt ef þú átt engan vin“. Þessi texti Ólafs Hauks Símonarsonar er ein af perlum íslenskrar textagerðar að mínum […]

Fögnuðu með súkkulaðiköku og kaldri mjólk

Leikmenn karlaliðs ÍBV létu ekki hanka sig á smáatriðunum eftir sigurinn gegn Víkingum og í 1. deildinni. Strákarnir fögnuðu sigrinum vel með stuðningsmönnum sínum og fóru svo í búningsklefa þar sem fagnaðarhöldin héldu áfram. En í stað þess að draga tappa úr flösku, var sigrinum fagnað með súkkulaðiköku og ískaldri mjólk. (meira…)

Fyrirliðinn í fjölmiðlabanni

Blaðamaður Eyjafrétta ætlaði að taka viðtal við fyrirliða ÍBV, Sigurð Bragason eftir sigurleikinn gegn Víkingum og eftir að hann tók við bikarnum fyrir sigurinn í 1. deild. Viðtalið var hins vegar snarlega stöðvað af formanni handknattleiksdeildar, enda Sigurður í fjölmiðlabanni. (meira…)

Eyjamenn innsigluðu veturinn með öruggum sigri

Karlalið ÍBV vann í kvöld öruggan sigur á Víkingum í Eyjum en lokatölur urðu 26:18. Með sigrinum sýndu Eyjamenn að þeir eru langbesta liðið í 1. deildinni en Víkingar, sem hafa verið að berjast við toppinn, áttu aldrei möguleika í kvöld. Í leikslok fengu Eyjamenn svo gullpening um hálsinn og það var svo Sigurður Bragason, […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.