Florentina komin með íslenskan ríkisborgararétt

Markvörður kvennliðs ÍBV í handbolta, Florentina Stanciu fékk í dag íslenskan ríkisborgararétt. Florentina er besti markvörður íslensku deildarinnar en hún verður strax lögleg með íslenska kvennalandsliðinu. Florentina á að baki nokkra landsleiki með Rúmeníu en mun væntanlega leika fyrir Íslands hönd síðar á þessu ári. (meira…)

Viðmiðunardagur kjörskrár vegna alþingiskosninga

Laugardagurinn 23. mars er viðmiðunardagur kjörskrár vegna alþingiskosninga sem hafa verið auglýstar þann þann 27. apríl n.k. Á kjörskrá skal taka alla þá sem skráðir voru með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrár þjóðskrár fimm vikum fyrir kjördag, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 1. mgr. 1. gr. um kosningalaga. (meira…)

Skonrokk styrkir Mottumars

Vegna fjölda áskorana verða tónleikarnir Skonrokk” fluttir aftur – síðast komust færri að en vildu. En aðstandendur Skonrokk og Mottumars hafa tekið höndum saman. Til sölu eru „Skonrokk“ bolir sem kosta 2.600 krónur og rennur allur ágóði til Mottumars. Bolirnir verða til sölu á tónleikunum í Hörpu og Hofi. “ (meira…)

Eyjamenn taka á móti �?rótti

Karlalið ÍBV í handbolta tekur í kvöld á móti Þrótti í næst síðustu umferð 1. deildarinnar. Eyjamenn eru í efsta sæti og flestir reikna með sigri í kvöld en Þróttarar hafa hins vegar náð ágætis leikjum inn á milli og unnu m.a. Stjörnuna fyrr í vetur með tveimur mörkum. (meira…)

Vill hefja kraftlyftingar til vegs og virðingar á ný

Í lok síðustu viku snaraðist stór og stæðilegur maður með bros á vör inn á ritstjórn Eyjafrétta og sagðist vilja koma af stað kraftlyftingum í Vestmannaeyjum. Var hann mættur til spyrja hvað hann gæti gert og svarið var, hvort hann væri ekki tilbúinn í smáspjall um þessa hugmynd sína. Hann var meira en til í […]

Dýpkun Landeyjahafnar á undan áætlun

„Þetta hefur gegnið glimrandi vel,“ segir Jóhann Garðar Jóhannsson, útgerðarstjóri hjá Björgun um dýpkun Landeyjahafnar. Þrjú skip hafa verið við dælingu mest alla vikuna og eru þau búin að dæla um 63 þúsund rúmmetrum af sandi og ösku. (meira…)

Jóhanna Ýr í 5. sæti

Björt framtíð hefur kynnt framboðslista sinn fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Listinn er þannig skipaður: 1. Páll Valur Björnsson kennari, Grindavík. 2. Guðlaug Elísabet Finnsdóttir kennari. 3. Heimir Eyvindarson, tónlistarmaður og kennari, Hveragerði. 4. Guðfinna Gunnarsdóttir framhaldsskólakennari, Selfossi. 5. Jóhanna Ýr Jónsdóttir sagnfræðingur, Vestmannaeyjum. (meira…)

Rányrkjuhagkerfi

Umræða um fátækt í íslensku samfélagi er að vonum mikil eftir nokkurra ára kreppu. Fátækt er vissulega til hér á Íslandi og það gleymist stundum að hún er ekki sérstakur kreppugestur heldur var hún líka áberandi meðan þenslan var hvað mest og hin ímyndaða velmegun bóluára hægristjórnarinnar. Hluti landsmanna sat ævinlega eftir, átti hvorki húsnæði […]

Eini Vestmannaeyingurinn sem á möguleika á að komast á þing

Sigursveinn Þórðarson, við­skipta­lögfræðingur, fékk ekki mikinn tíma til að ákveða sig þegar hann var beðinn um að taka efsta sætið á lista Hægri grænna í Suðurkjördæmi. Það var hringt í hann um miðja síðustu viku og á landsfundi flokksins á ­laugardaginn var teningunum kastað, hann var tilbúinn í slaginn. Sigur­sveinn hefur ekki áður haft afskipti […]

Bylgja VE illa farin

Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta fór og kannaði skemmdir um borð í Bylgju VE en eins og greint var frá í morgun, sigldi gámaskipið Tetuan inn í síðu skipsins. Þil á millidekki hefur gengið inn þannig að skemmdirnar eru umtalsverðar. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.