Tvö aukaflug á morgun föstudag

Flugfélagið Ernir hefur sett upp tvö aukaflug til Eyja á morgun föstudag. Fyrra aukaflugið er frá Reykjavík 14:15 og frá Eyjum 15:00. Seinna flugið er 20:15 frá Reykjavík og 21:00 frá Eyjum. Einnig hefur verið bætt við framboð nettilboða til og frá Eyjum á morgun. (meira…)

Handboltinn í beinni í Hallarlundi

Nú styttist í að Heimsmeistaramótið í handbolta hefjist en íslenska karlalandsliðið tekur þátt í mótinu, eins og vanalega þegar stórmót í handbolta eru annars vegar. Fyrsti leikur liðsins er á laugardaginn gegn Rússum og hefst leikurinn klukkan 17:00 en Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er á sínum stað í leikmannahópnum. Allir leikir íslenska liðsins verða sýndir […]

Feðgar vilja byggja tíu hótel

Hermann Hreiðarsson knattspyrnumaður og faðir hans Hreiðar Hermannsson trúa á áframhaldandi vöxt í ferðaiðnaði og hyggjast reisa tíu hótel með samtals 1.001 herbergi. Áætlaður kostnaður er sex milljarðar króna. (meira…)

Enginn fróðari um veður og veðurfar í Eyjum

Óskar Jakob Sigurðsson, sem líklega er betur þekktur sem „Óskar í Höfðanum“, fæddist í Stórhöfða 19. nóvember 1937. Sonur hjón­anna Bjargar Sveinsdóttur og Sigurðar Jónatans­sonar, veður­­- athug­­ana­­­manns og vita­varðar þar. Jónatan, afi Óskars, var einnig vita­vörður í Stórhöfða og tók við því starfi árið 1910. Vitavarar­starfið í Stórhöfða hefur því gengið í erfiðir í beinan […]

Líf og fjör á �?rettándanum í Eyjum

Það hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum í Eyjum að Þrettándinn var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag. Reyndar er um að ræða fjögurra daga bæjarhátíð með sýningum, tónleikum, barnaskemmtunum og fleiru. Það er þó Þrettándagleði ÍBV sem er hápunktur helgarinnar og helsta aðdráttarafl. (meira…)

Vald, traust og opinber umræða

Í umræðu um útboð á sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum endurspeglast margir þættir sem einkenna pólitíska umræðu og byggðapólitík á Íslandi. Þingmaður ber loforð upp á ráðherra sem ráðherrann kannast ekki við og ber einnig að ráðherra hafi sérstaklega hannað útboðið fyrir ákveðið fyrirtæki. Í ásökunum má lesa að hagsmunir Vestmanneyja, öryggi sjúkraflugs og hagsmunir sjúkraflutninga á […]

9 verkefni sem umbylta atvinnumálum í landinu

Mönnum er tamt að tala um tækifærin sem bjóðist á Suðurnesjum og Suðurlandi. Þau tækifæri væru ekki til ef ekki væru til eldhugar sem hafa sýnt fram á þau, fylgja hugmyndum sínum eftir og gefast ekki upp þótt víða sé reynt að slökkva eldmóðinn. (meira…)

Aðventistar biðjast afsökunar

„Þegar litið er yfir feril Karls Vignis Þorsteinssonar eins og honum er lýst í Kastljósi er samkennd með þolendum afbrota hans okkur í kirkju aðventista efst í huga. Það er augljóst að kirkjan og íslenskt samfélag í heild hafa brugðist þessum einstaklingum og fjölskyldum þeirra og viljum við fyrir hönd kirkjunnar biðjast innilegrar fyrirgefningar,“ segir […]

Unnu nauman sigur á Gróttu

Kvennalið ÍBV lagði Gróttu að velli með þremur mörkum í gærkvöldi þegar liðin áttust við á Seltjarnanesi. Lokatölur urðu 17:20 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 8:12. ÍBV er því sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliðunum tveimur, Fram og Val sem bæði eiga leik til góða. (meira…)

�?skar J. Sigurðsson Eyjamaður ársins 2012

Óskar J. Sigurðsson er Eyjamaður ársins 2012 að mati dómnefndar Eyjafrétta, sem veitti viðurkenningar í hádeginu í dag. Auk þess var Ísfélag Vestmannaeyja valið fyrirtæki ársins, Björgunarfélagið fékk viðurkenningu fyrir viðurkenningu fyrir samfélagsmál, Kári Bjarnason fyrir framlag til menningarmála og Hjalti Kristjánsson, fyrir framlag til íþróttamála. (meira…)