Áramót og úrsögn

Merkilegt ár að baki hjá mér að mörgu leiti, en í minningunni hjá mér mun 2012 vera t.d. fyrsta árið í 35 ár, sem ég veiði engan lunda. Var reyndar boðið að fara norður í land, en með svo stuttum fyrirvara að ég sleppti því. Það kom mér hins vegar ekki á óvart hversu mikið […]
Krabbavörn fékk á aðra milljón í dag

Krabbavörn Vestmannaeyja fékk í dag myndarlegan styrk upp á tæpar tvær milljónir. Féð safnaðist m.a. í Gamlársgöngu og 7 tinda göngunni fyrr á árinu en bæði fyrirtæki og einstaklingar gáfu fé eða borguðu sig í gönguna. Alls var ágóðinn úr þessu 1.594.000 kr. Þá söfnuðust 229.000 kr úr sölu á bolum með bleiku slaufunni og […]
�?jóðhátíð og íþróttir

Eins og undanfarin ár tekur ritstjórn Eyjafrétta saman mest lesnu fréttir ársins á Gamlársdag. Þegar farið er yfir listann yfir 10 vinsælustu fréttir ársins, má sjá að fréttir af þjóðhátíð og íþróttum eru vinsælar en sjö af tíu vinsælustu fréttum ársins eru annað hvort íþróttatengdar eða af þjóðhátíð. Þess má til gamans geta að fréttin […]
Vuvuzela-lúðurinn veldur ónæði í Vestmannaeyjum

Það muna líklega flestir knattspyrnuaðdáendur eftir Vuvuzela-lúðrinum alræmda sem varð heimsfrægur á svipstundu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem var haldið í Suður-Afríku árið 2010. Alræmdur er líklega betra orð yfir það. (meira…)
Sigurður tapaði bikarúrslitaleik

Sigurður Ari Stefánsson og samherjar hans í norska úrvalsdeildarliðinu Elverum urðu að sætta sig við tap fyrir Fyllingen, 22:19, í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar í handknattleik í dag. Að venju fór úrslitaleikurinn fram í Oslo Spektrum. (meira…)
Baráttuhugur í sjómönnum

Almennur fundur sjómannafélagsins Jötuns og deildar VM í Vestmannaeyjum þann 28. desember 2012 mótmælir harðlega aðferðum LÍÚ gagnvart sjómönnum þessa lands. Eru fulltrúar LÍÚ tilbúnir að mæta með okkur á Austurvöll og mótmæla með okkur afnámi sjómannaafsláttarins? (meira…)
Fyrsti snjórinn í Eyjum

Fyrsti snjór vetrarins féll í Eyjum síðastliðinn miðvikudag, hinsvegar var nokkurra gráðu hiti þannig að snjórinn varð að slabbi, eins og oft vill verða hér á suðurslóðum. Halldór Halldórsson fór af stað með vídevélina sína og fangaði stemmninguna eins og hún birtist honum. (meira…)
Sorpgjöld hækka í takti við vísitölu

Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var samþykkt tillaga um álagningu tekjustofna og gjaldskrá fyrir árið 2013. Ein breyting á gjaldskrá vekur nokkra athygli en það er á sorpgjöldum. Þannig hækkar sorpeyðingargjald á hverja íbúð úr 15.238 kr. í 19.454 kr. eða um 21,7%. Á sama tíma lækka hins vegar sorphirðu- og tunnuleigugjald úr 16.296 […]
�?að stefnir allt í mjög góð skotáramót

Sala á flugeldum hjá Björgunarfélagi Vestmannaeyja hófst í dag, föstudag, og er hún með nokkuð hefðbundnu sniði að sögn Adólfs Þórssonar, formanns Björgunarfélags Vestmannaeyja. (meira…)
Rósa og Védís með tónleika í kvöld

Systurnar Rósa og Védís Guðmundsdætur ætla að halda sameiginlega tónleika í sal Tónlistarskólans í kvöld, föstudagskvöld klukkan 20:00. Síðast héldu þær systur tónleika í Eyjum fyrir sjö árum og því löngu tímabært að heyra í þeim á ný. (meira…)