Strangar kröfur um sjúkraflug

Mjög strangar kröfur eru gerðar til þeirra sem sjá um sjúkraflug á Íslandi, segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hann vísar gagnrýni Vestmannaeyinga um að útboð um sjúkraflug hafi verið klæðskerasniðið fyrir Mýflug á Akureyri á bug. (meira…)

Ekkert loforð gefið vegna útboðs á sjúkraflugi

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að Árni Johnsen alþingismaður fari með rangt mál vegna útboðs á sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum. Hann hafi ekki lofað þingmanninum einu eða neinu. (meira…)

Stelpurnar í úrslit

Kvennalið ÍBV átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í úrslitaleik Íslandsmótsins í Futsal en undanúrslit fóru fram í dag í Laugardalshöll. ÍBV lagði Álftanes að velli 5:2 og mætir Val í úrslitaleik klukkan 12:15 á morgun, sunnudag. Eyjastelpur fá því tækifæri til að verja titil sinn í Futsal. (meira…)

�?rettándagleðin verður í kvöld

Ákveðið var nú klukkan 15.00 að halda óbreyttu plani varðandi þrettándagleði ÍBV. Byrjað verður niður við Há klukkan 19.00 í kvöld. Er þetta plan sett fram með fyrirvara um að veðrið versni ekki á tímanum fram að hátíð. (meira…)

Rasmus í norsku B-deildina

Danski knattspyrnumaðurinn Rasmus Christiansen, sem var fyrirliði Eyjamanna á síðasta keppnistímabili, hefur skrifað undir tveggja ára samning við norska B-deildarfélagið Ull/Kisa. Þetta er staðfest á vef félagsins í dag. (meira…)

Bæjarstjóri ánægður með ljósmyndasýningu �?skar Péturs

Fjölmenni var við opnun ljósmyndasýningar Óskars Péturs Friðrikssonar í Safnahúsinu í gær. Óskar Pétur opnaði við það tækifæri nýjan ljósmyndavef, www.oskarp.is en Elliði Vignisson, bæjarstjóri skrifar um sýninguna á bloggsíðu sinni og birtir auk þess myndband sem hann tók við opnunina. (meira…)

Síðustu sýningar Allra, allra langbesta jólaleikrit allra tíma

Það er Þrettándagleði hjá Leikfélagi Vestmannaeyja – álfar og tröll, misskilinn jólasveinn, pínulítið pirraður jólaköttur, nokkuð meinlausir draugar, Álfheiður sem er eiginlega engin norn og fjórir saklausir unglingar sem skilja hvorki upp né niður. (meira…)

Jólaball á Hraunbúðum

Í gær, fimmtudag var Jólaball haldið á Hraunbúðum fyrir börn starfsfólks og aðstandenda, mikið fjör og líflegt á heimilinu þegar þessi viðburður er í gangi enda hefur heimilisfólkið mikið yndi af börnunum. Boðið var uppá smákökur, lagtertur og gos, og að sjálfsögðu kaffi fyrir þá sem eldri eru. Sú breyting var í ár að nú […]

Samstarfssamningur ÍBV og Taflfélag Vestmannaeyja framlengdur

Milli jóla og nýárs var úthlutað úr styrkarsjóði Sparisjóðsins. Við sama tækifæri var undirritaður samstarfssamningur milli Sparisjóðs Vestmannaeyja og ÍBV-íþróttafélags annars vegar og Taflfélags Vestmannaeyja hins vegar. Sparisjóðurinn hefur styrkt bæði félög undanfarin ár og var samningur þess efnis því í raun framlengdur. (meira…)

Látum ljósin loga

Miðvikudaginn 23. janúar verða 40 ár liðin frá upphafi Heimaeyjargossins. Vestmannaeyjabær mun standa fyrir þakkargjörð þann dag og mun formleg dagskrá hefjast síðdegis og ná hámarki með blysför, þar sem bæjarbúar munu safnast saman og ganga fylktu liði frá Landakirkju niður á Básaskersbryggju til að minnast þess þegar Vestmannaeyingar þurftu að yfirgefa heimili sín og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.