Hvar verður þú 21. desember?

Eins og alþjóð veit, mun ÍBV mæta B-liði ÍBV í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar 21. desember næstkomandi. B-liðið undirbýr sig af kappi fyrir leikinn en búast má við fjölmenni á leiknum, enda aðdáendur B-liðsins fjölmargir. Auglýsingastjórar liðsins hafa nú útbúið stutta auglýsingu fyrir leikinn og spurja, Hvar verður þú 21. desember? Auglýsinguna má sjá hér […]
Auglýst eftir tillögum að framboðum í Suðurkjördæmi

Ákveðið hefur verið að viðhafa prófkjör við val frambjóðenda á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar. Prófkjörið fer fram laugardaginn 26. janúar 2013. Auglýst er eftir tillögum að framboðum til þátttöku í prófkjörinu. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling, enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til […]
Fjögur fíkniefnamál í vikunni

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið þar sem m.a. fíkniefnamál komu við sögu. Helgin gekk ágætlega fyrir sig og rólegt í kringum skemmtistaði bæjarins. Nokkuð var um kvartanir vegna hávaða frá heimahúsum en það leystist allt án mikilla vandkvæða. (meira…)
Tónleikum í Landakirkju aflýst

Vegna veðurs og samgönguleysi við Vestmannaeyjar, hefur tónleikunum Jólin allsstaðar, sem áttu að vera í Landakirkju í kvöld, verið aflýst. Fyrirhugað var að Regína Ósk, Guðrun Gunnarsdóttir, Jógvan Hansen og fleiri myndu koma fram á tónleikunum, ásamt Litlu Lærisveinunum. Stefnt er að halda tónleikana í Landakirkju mánudaginn 17. desember klukkan 20:00 ef veður leyfir, hvort […]
Sjávarútvegurinn mikilvæg atvinnugrein og íslenska kvótakerfið betra en í öðrum löndum

Yfir sjötíu prósent landsmanna telja að kvótakerfi fiskveiða á Íslandi sé almennt betra en gerist í öðrum löndum. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Landssamband íslenskra útvegsmanna. Hörð átök geisa þessa dagana á Alþingi Íslendinga um skipan sjávarútvegsmála. Svo mikið er víst, landsmenn eru nokkuð sammála um að atvinnugreinin sé mikilvæg fyrir […]
Fulltrúar Íslands í lokakeppni í London

Dagana 13. og 14. nóvember síðastliðinn var haldið landsmót framhaldsskólanema í olíuleitarherminum OilSim. Nemendur frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og í Austur Skaftafellssýslu tóku þátt en Orkustofnun var styrktaraðili mótsins. Skemmst er frá því að segja að liðið The Charlies úr FÍV sigraði en liðið skipa þeir Sæþór Birgir Sigmarsson, Jón Þór Guðjónsson, Sigurjón Gauti Sigurjónsson […]
Jólatrésskemmtun frestað

Vegna veðurs hefur verið ákveðið að fresta því að kveikja á jólatrénu á Stakkagerðistúninu í dag, laugardag. Kveikja átti á trénu klukkan 17:00 en nú er leiðindaveður í Vestmannaeyjum, rok og slydda og því ekkert vit í því að draga börnin út. Viðburðinum er frestað um óákveðinn tíma enda ekki líklegt að veðrið verði nokkuð […]
Háspenna lífshætta á lokamínútum leiksins

Það stefndi ekki í spennandi leik þegar ÍBV og Víkingur áttust við í Íþróttahúsinu í Eyjum í dag. Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik, en síðan skildu leiðir. ÍBV jók forskot sitt jafnt og þétt og í hálfleik hafði ÍBV yfir, 15-10. En slík staða getur slævt einbeitingu leikmanna. Allavega kom allt „annað“ […]
Allra allra langbesta jólaleikrit allra tíma

Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir í dag, laugardag jólaleikritið Allra, allra langbesta jólaleikrit allra tíma. Æfingar hafa staðið yfir síðustu vikur en leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson sem hefur áður starfað með Leikfélaginu. (meira…)
Herjólfi seinkar úr viðgerð

Herjólfur mun ekki koma úr slipp fyrr en 10. desember að sögn Ólafs Williams Hands, upplýsingafulltrúa Eimskips. Viðgerðin átti upphaflega að taka fimm til sex daga, en bakborðsstýri og -skrúfa skemmdust í óhappi við Landeyjahöfn á laugardag. Vinna við viðgerð á skrúfublöðum hafi m.a. reynst meiri en búist var við. (meira…)