Stærri og ennþá flottari sýningar

Töframaðurinn Einar Mikael snýr aftur til Vestmannaeyja í vikunni en hann mun halda tvær sýningar á föstudaginn, aðra fjölskyldusýningu sem byrjar 19:30 og svo hina fyrir 18 ára og eldri sem hefst klukkan 22:00. Þetta er í annað sinn sem Einar Mikael sýnir í Eyjum en síðast þegar hann kom var troðfullt en báðar sýningarnar […]
Býð mig fram í 1. til 4. sæti á lista Samfylkingarinnar

Ágætu Sunnlendingar. Eftir að hafa legið undir feldi í langan tíma hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég gæti gert gagn á Alþingi og þess vegna býð ég mig fram í 1. – 4. sæti á framboðslista Samfylkingar hér í Suðurkjördæmi. Ég er kommakrakki úr Hveragerði, félagshyggja og jöfnuður eru mér í blóð borin […]
Eyjamenn tóku út 1135 milljónir af séreignasparnaði sínum

Með sérstökum lögum frá Alþingi var útgreiðsla á séreignasparnaði einstaklinga leyfð í apríl 2009. Umsóknarfrestur til að sækja um útgreiðslu rann út 30. september sl. Frá því að heimilað var að taka út séreignasparnaðinn árið 2009 til septemberloka þessa árs hafa verið teknir út um 80 milljarðar króna. Heimildin til útgreiðslu séreignasparnaðarins var tímabundin aðgerð […]
�?ll viljum við eiga öflugt íþróttafélag

ÍBV-íþróttafélag hefur ráðið Dóru Björk Gunnarsdóttur, grunnskólakennara, sem næsta framkvæmdastjóra. Tekur hún við af Tryggva Má Sæmundssyni sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár. Dóra Björk hefur starfað mikið með yngri flokkum félagsins og þekkir starfið vel frá þeirri hlið. Hún hefur brennandi áhuga á íþróttum sem hún segir gott veganesti í nýja starfinu. (meira…)
Er vilji fyrir Eyjamann á þing?

Ég á mér draum og það er að verða kosin á Alþingi íslendinga. Til þess að uppfylla hann þarf ég að taka eitt skref í einu. Fyrsta skrefið er góð kosningu í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 16. – 17. nóvember n.k. Til þess að fá góða kosningu þurfa kjósendur að taka þátt. Flokksvalið er fyrir […]
�?vænt mótspyrna Hauka

Haukar veittu ÍBV óvænta mótspyrnu í kvöld þegar liðin áttust við í Eyjum í N1 deild kvenna. Flestir reiknuðu með að ÍBV, sem situr í þriðja sæti deildarinnar, myndi eiga auðveldan leik fyrir höndum gegn Haukum, enda Hafnarfjarðarliðið í 8. sæti og hefur aðeins unnið tvo leiki. En annað kom á daginn, leikurinn var í […]
Eru hetjur í mínum huga

Alvarlegt bílsys varð á Akureyjarvegi í Landeyjunum aðfaranótt sunnudags þegar bíll, með sex manns um borð, endaði á hvolfi ofan í á við veginn. Fimm komust af sjálfsdáðum út úr bílnum en farþegar bílsins drógu þann sjötta út. Sá var hætt kominn enda með höfuðið um tíma ofan í ánni. Ökumaður bílsins náði þó að […]
�?hjákvæmilegt að endurskoða kjarasamninga

Útvegsbændafélag Vestmannaeyja vill koma á framfæri þökkum til sjómanna og fiskvinnslufólks í Vestmannaeyjum sem stóðu við hlið útvegsmanna í baráttunni gegn þeirri miklu hækkun á veiðigjaldi sem samþykkt var á Alþingi í sumar. Margföldum veiðigjaldsins mun hafa mjög neikvæð áhrif á afkomu alls samfélagsins í Vestmannaeyjum sem á allt sitt undir sjávarútveginum. (meira…)
Gömul stórveldi mætast í kvöld

Kvennalið ÍBV tekur á móti Haukum í 8. umferð N1 deildar kvenna í kvöld, miðvikudag í Eyjum. Leikur liðanna hefst klukkan 18:00 en stelpurnar unnu útisigur á HK á laugardaginn. Á árum áður börðust þessi tvö lið um titlana í íslenska handboltanum en nú er tíðin önnur. ÍBV er reyndar í þriðja sæti deildarinnar með […]
Fermingabörn safna til vatnsverkefna Hjálpastarfs kirkjunnar

Fermingarbörn í Eyjum munu í dag, þriðjudag ganga í hús á milli klukkan 17.00 og 19.00 til að safna peningum til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í þremur löndum Afríku; Malaví, Úganda og Eþíópíu. Undanfarin ár hafa bæjarbúar tekið einstaklega vel á móti fermingarbörnunum og verið duglegir við að styðja og styrkja þetta mikilvæga verkefni, sem er […]