Alveg í rusli

Nú get ég ekki orða bundist í sambandi við ruslamál okkar Eyjamanna, ef það er rétt það sem ég heyri og les í blöðum hér í Eyjum. Ætli kommarnir í ríkisstjórninni með Svandísi umhverfisráherra í fararbroddi viti af vitleysunni, sem á að fara að frammkvæma hér í Eyjum. Ef svo er þá hafa þau ekki […]

Engin Herjólfsferð fyrripart dags

Ekki verður hægt að sigla Herjólfi milli lands og Eyja fyrripart dags. Fyrstu ferð skipsins var aflýst en annarri ferð frestað til klukkan 14:30. Nú er hins vegar ljóst að ekki verður hægt að sigla þá en næst verður gefin út tilkynning klukkan 16:10, hvort hægt verði að sigla klukkan 17:30 frá Eyjum og 19:00 […]

Handboltinn verður á morgun, sunnudag

Þar sem Herjólfur siglir ekkert milli lands og Eyja fyrr en í fyrsta lagi síðdegis í dag, hefur leik ÍBV og Fjölnis í 1. deild karla og Aftureldingar og ÍBV í N1 deild kvenna verið frestað til morguns. Kvennaleikurinn, sem fer fram í Mosfellsbæ, hefst klukkan 13:30 en karlaleikurinn, sem fer fram í Eyjum, hefst […]

Ferð Herjólfs frestað

Annarri ferð Herjólfs í dag hefur verið frestað en skipið átti að leggja af stað 11:30 frá Eyjum og 13:00 frá Landeyjahöfn. Ölduhæð er 2,7 metrar við Landeyjahöfn og vindur yfir 22 metra á sekúndu í vindhviðum. Næsta tilkynning verður gefin út klukkan 13:10 vegna mögulegrar ferðar frá Eyjum 14:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 16:00. […]

Fyrsta ferð Herjólfs féll niður

Vegna ölduhæðar og vinds í Landeyjahöfn, féll fyrsta ferð Herjólfs niður en skipið átti að sigla frá Eyjum klukkan 8:00 og frá Landeyjahöfn klukkan 10:00. Ölduhæð í landeyjahöfn er núna 2,7 metrar og vindur yfir 21m/s í kviðum. (meira…)

Sigurður VE 15 kominn í langtímageymslu?

Hið þekkta aflaskip, Sigurður VE 15 er nú kominn í langtímageymslu sunnan við Nausthamarsbryggju í Vestmannaeyjahöfn. Á heimasíðu Tryggva beikon Sigurðssonar, sem heldur úti flottri síðu um íslensk skip, er þessi mynd af aflaskipinu og sagt frá því að dýpkunarskipið Perla hafi þurft að dýpka þarna í höfninni, til að Sigurður VE 1 gæti flotið […]

Harma úrsögn Róberts Marshalls úr Samfylkingunni

Stjórn kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi harmar úrsögn Róberts Marshall, þingmanns úr Samfylkingunni. Samstarf hans við stjórnina og hina þingmenn kjördæmisins hefur verið með miklum ágætum á kjörtímabilinu og ekki borið á neinum málefnaágreiningi innan hópsins. Að Róbert segi nú skilið við Samfylkinguna er okkur félögum hans undrunarefni og við bendum honum góðfúslega á að það […]

Vestmannaeyjabær fær 4 milljónir í arðgreiðslu

Stjórn Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands samþykkti fyrir nokkru, að greiða eigendum sínum 100 milljónir króna í arð. Sveitarfélögin í landinu eru eigendur félagsins og arðurinn kemur því í þeirra hlut. Vestmannaeyjabær er sjöunda stærsti eigandinn með 4.013 prósent eignarhlut. Hlutur bæjarins í arðgreiðslu ársins 2012 er því rúmar 4 milljónir króna. (meira…)

Johnny Cash messa í Landakirkju

Sunnudagskvöldið 14. október kl. 20:00 efnir Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM & K í Vestmannaeyjum til mikillar tónlistarveislu. Sjálfur Johnny Cash verður heiðraður með flutningi laga hans og munu fjölmargir listamenn koma fram. Leikhúsbandið sér um flutning ásamt Sæþóri Vídó sem bregður sér í hlutverk Cash. Brass tríóið Pípulagnirnar verður einnig á svæðinu Leikhúsbandinu og Sæþóri […]

Bleikt þema í október

Októbermánuður er tileinkaður baráttunni gegn krabbameini hjá konum en Krabbameinsfélag Íslands mun í mánuðinum selja Bleiku slaufuna, sem er hönnuð og smíðuð af SIGN. Nælan samanstendur af tveim­ur blómum sem sveigjast um hvort annað og eru táknmyndir kvenna. Bakhlið nælunn­ar sýnir tvo fjögurra blaða smára. Sagan segir að þeir sem finni smárann njóti gæfu. (meira…)