Fyrsti leikur handboltavetursins í dag

Nú er handboltavertíðin að hefjast en í dag, klukkan 13:30 tekur kvennalið ÍBV á móti Gróttu í N1 deildinni. ÍBV var fyrir mótið spáð fjórða sætinu, á eftir Val, Fram og Stjörnunni en Gróttu var spáð fimmta sætinu, þannig að leikurinn gæti orðið spennandi. (meira…)

Tveir fyrrum og einn verðandi saman í stúkunni

Það vakti athygli í leik Vals og ÍBV í gær að Magnús Gylfason, sem var leystur undan samningi hjá ÍBV degi fyrir leikinn, skyldi mæta á völlinn. Það vakti svo ekki síður athygli þegar hann fékk sér sæti meðal stuðningsmanna ÍBV og settist niður með þeim Heimi Hallgrímssyni, sem þjálfaði liðið á undan Magnúsi og […]

�?g sagði þér að hlusta – ekki sturta

Árlegt lundaball bjargveiðimanna er framundan, það verður haldið í Höllinni 28. september. Veiðifélögin í úteyjunum skiptast á að standa fyrir lundaballinu og þá sjöunda hvert ár, hver eyja. Alltaf er mikið lagt í skemmtidagskrána og undirbúningur oft ærinn. Það er metnaður hverrar eyju að toppa síðasta lundaball. Þeir félagar Erpur Snær Hansen og Marínó Sigursteinsson […]

Ljós í leikhúsið

Á laugardaginn kemur fara fram í Höllinni tónleikarnir „Ljós í leikhúsið“ en um er að ræða styrktartónleika þar sem safnað er fyrir nýjum ljósabúnaði fyrir Leikfélag Vestmannaeyja. „Við tökum brot úr 11 söngleikjum þar af 2 atriði af tónleikunum í fyrra sem þóttu of góð til að sleppa þeim“ sagði Birkir Thor Högnason, einn af […]

Laugi hættir sem bæjarfulltrúi

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gærdag, las Páll Scheving Ingvarsson erindi frá Guðlaugi Friðþórssyni þar sem fram kom að Guðlaugur hyggst láta af störfum sem bæjarfulltrúi V listans. Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir kemur inn í bæjarstjórn í hans stað og Kristín Jóhannsdóttir sem varamaður. (meira…)

Hittust á síðustu goslokahátíð og rifjuðu upp eftirminnilega tíma

Íbúar þriggja gatna sem fóru undir hraun í eldgosinu á Heimaey 1973 hittust á goslokahátíð í júlí síðastliðnum. Hópurinn kallar sig „Urðakettir“ og þetta var í fyrsta sinn sem hann hittist með formlegum hætti. 39 ár voru þá liðin frá því að húsin við Landagötu, Urðaveg og Bakkastíg fóru undir hraun. (meira…)

Djúpið – raunsæ og erfið áhorfs

Það var á köflum erfitt að sitja yfir myndinni Djúpið sem var frumsýnd á sunnudaginn í Háskólabíói. Sérstaklega var atriðið þegar báturinn í mynd­inni, Breki VE, festir veiðarfærin í sjávarbotni og að lokum sekkur. Kuldinn nísti inn að beini þegar skipverjarnir lenda í sjónum og sorgin, þegar þeir farast hver á fætur öðrum, var áþreifanleg […]

300 milljónir til viðbótar vegna Herjólfs

Óskað er eftir 300 milljóna króna hækkun fjárheimilda í fjáraukalögum vegna mun meiri rekstrarkostnaðar í ár en gert hafði verið ráð fyrir við starfrækslu Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Þessi kostnaður verður til fyrst og fremst vegna óhagræðis við að sigla bæði í Þorlákshöfn og í Landeyjahöfn en fleiri þurfa að vera í áhöfn ef siglt er á […]

Góður sigur Eyjamanna á Hlíðarenda

Leikmenn ÍBV létu verkin tala á heimavelli Valsara á Hlíðarenda í dag þegar þeir lögðu heimamenn að velli 0:3. Þjálfaraskiptin í gær virtust ekki hafa teljandi áhrif á leik ÍBV liðsins í dag en með sigrinum halda Eyjamenn öðru sætinu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Baráttan um Evrópusætið er hins vegar enn í algleymingi […]

Skonrokk – Eyjaforsalan hafin

Laugardaginn 17. nóvember næstkomandi verða haldnir alvöru rokktónleikar í Silfurbergi í Hörpu. Tónleikarnir heita Skonrokk og voru haldnir í Höllinni á Sjómannadaginn við mikið lof viðstaddra og vildu margir meina að það hefðu verið bestu tónleikarnir sem haldnir hafa verið í Höllinni. Þar sem Eyjamenn voru svona hrifnir af tónleikunum í Höllinni, fá þeir sólarhringsforskot […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.