Reykjavík með mest, Vestmannaeyjar með næst mest

Þrjár heimahafnir skera sig úr eins og undanfarin ár með að skip sem þeim tilheyra fá töluvert mikið meira úthlutað í þorskígildum talið en þær hafnir sem á eftir koma. Mest fer til skipa með heimahöfn í Reykjavík eða 14,2% af heildinni samanborið við 11,4% í fyrra. Breytingin felst í aukinni úthlutun til skuttogara þaðan. […]
Sviptingar í sjávarútvegi

Sögu fjölskyldufyrirtækis í Vestmannaeyjum lauk í dag þegar Síldavinnslan keypti Berg-Huginn með húð og hári. Sjávarútvegsfyrirtækið Bergur-Huginn er selt svo aðaleigandi þess geti staðið skil skulda sinna sem að stórum hluta eru vegna fjárfestinga utan sjávarútvegsins og í alls óskyldum rekstri. Það er að mörgu leiti sorglegt hvernig fór fyrir þessu rótgróna fyrirtæki og örugglega […]
Kanna hvort Samherji er kominn yfir hámarskaflaheimildir

Kannað verður hvort Samherji á Akureyri fer up úr þakinu á leyfilegum aflaheimildum, með kaupum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á útvegsfyrirtækinu Bergi Hugin í Vestmannaeyjum. Formlega er það Síldarvinnslan í Neskaupstað sem er að kaupa Berg Huginn, en Samherji á stóran hlut í síldarvinnslunni. Í lögum um stjórn fiskveiða segir að sameiginlegur kvóti eins fyrirtækis, og […]
26 pysjur komnar í leitirnar

Föstudaginn 24. ágúst var komið með fystu pysju sumarsins í Pysjueftirlit Sæheima – Fiskasafns. Pysjan vóg 242 grömm og vænglengdin var 147 mm. Núna viku síðar eru komnar 26 pysjur til viðbótar. Eru þetta jafn margar pysjur og skiluðu sé í Pyjueftirlitið allt tímabilið í fyrra, enda var varpárangur lundans mjög slakur þá. (meira…)
Ekki staðið við forkaupsrétt Vestmannaeyjabæjar

Ekki var farið eftir 12. grein um stjórn fiskveiða við sölun á Berg/Huginn en þar segir að sveitastjórnir eigi forkaupsrétt að skipum sem selja á úr sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vestmannaeyjabæ. Þar segir jafnframt að bæjarstjóra hafi verið falið að óska eftir forkaupsréttartilboðum en ef þau berast ekki, verði farið með málið […]
Skattheimta og eignarupptaka leysir ekki vanda sjávarbyggða

Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir mikið högg ef af sölu útgerðarinnar Bergur/Huginn, sem hefur um langt skeið verið stór og sterkur vinnustaður í Eyjum. Sérstakur aukafundur verður í bæjarráði Vestmannaeyja í hádeginu í dag þar sem farið verður yfir viðbrögð bæjaryfirvalda. Elliði segir að stærsti gallinn við fiskveiðistjórnunarkerfið sé óöryggi íbúa sjávarbyggða, auk þess sem fyrirhugaðar […]
Brottför 11:30

Enn er ófært í Landeyjahöfn en fyrstu ferð Herjólfs var frestað. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Eimskip, hefur ölduhæð í Landeyjahöfn aðeins gengið niður, en ekki nógu mikið til að hægt sé að sigla þangað. Því sé næst athugun klukkan 10:00. UPPFÆRT: Brottför verður 11:30. (meira…)
Fyrsta stiklan úr Djúpinu klár

Nú styttist í að kvikmyndin Djúpið verði frumsýnd en hægt er að sjá fyrstu stikluna eða kynningarmyndbandið hér að neðan. Myndin verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í byrjun september en Djúpið verður frumsýnt í kvikmyndahúsum hér á landið 21. september næstkomandi. Upptökur fóru m.a. fram í Eyjum fyrir tveimur árum síðan og tóku […]
Friðrik tekur fram skóna

Friðrik Erlendur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsmiðherji, hefur ákveðið að taka fram skóna á nýjan leik og spila með Njarðvík í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í vetur. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins í gær. Friðrik hefur æft með liðinu í sumar og tók þátt í æfingaleik á móti Grindavík í gærkvöldi. Friðrik er 36 ára gamall […]
Suðurland fm í Eyjum

Útvarpsstöðin Suðurland fm bættist í gær við flóru útvarpsstöðva sem hægt er að hlusta á í Eyjum en nýr sendir stöðvarinnar á Klifi var ræstur í gær. Til þessa hafa Eyjamenn aðeins getað hlustað á stöðina í gegnum vefsíðu stöðvarinnar en nú er hægt að stilla viðtækin á fm 93,3 og hlusta á Suðurland fm. […]