Útvarpsstöðin Suðurland fm bættist í gær við flóru útvarpsstöðva sem hægt er að hlusta á í Eyjum en nýr sendir stöðvarinnar á Klifi var ræstur í gær. Til þessa hafa Eyjamenn aðeins getað hlustað á stöðina í gegnum vefsíðu stöðvarinnar en nú er hægt að stilla viðtækin á fm 93,3 og hlusta á Suðurland fm. M.a. mátti hlusta í gær á beina lýsingu frá leik FH og ÍBV. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá útvarpsstöðinni.