Búast við 2.000 manns í dag til Eyja

„Við höldum að það hafi verið 11.000 til 12.000 á svæðinu í gær. Við reiknum með að það verði um 14.000 hér í kvöld. Það munu líklega koma ríflega 2.000 manns í dag, Herjólfur er mjög ásettur og uppselt í fyrstu fjórar ferðir hans hingað í dag. Þá er einnig verið að fljúga,“ segir Páll […]

Elísa fyrirliði U-23 í dag

Elísa Viðarsdóttir verður fyrirliði íslenska landsliðsins skipa leikmönnum 23 ára og yngri sem mætir Skotum ytra klukkan 14 í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland teflir fram liði í þessum aldursflokki og mikill heiður fyrir Elísu að vera fyrsti fyrirliði liðsins. Þá er Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður ÍBV einnig í byrjunarliðinu. (meira…)

Landsleikurinn í beinni í Herjólfsdal

Annar dagur þjóðhátíðar hefur gengið vel en veðrið hefur verið einstaklega gott í Eyjum í dag, sól, logn og hlýtt. Önnur stórhátíð á sér stað nokkra kílómetra sunnan við Vestmannaeyjar, nánar tiltekið í London þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. Núna klukkan 18:30 hefst einmitt leikur Íslands og Frakklands í handbolta en þjóðhátíðargestir geta fylgst með […]

Verkefnum fjölgaði þegar leið á nóttina

Nokkur erill var hjá lögreglunní Vesmannaeyjum síðustu nótt. Rólegt var fyrrihluta nætur, en þegar leið á nóttina fór verkefnum að fjölga. Þrír gistu fangageymslu síðustu nótt vegna kærumála og ölvunarástands en nokkuð var um pústra og slagsmál í Herjólfsdal. Undir morgun kærði ung stúlka nauðgun í Herjólfsdal. Hún var send á neyðarmóttöku í Reykjavík og […]

Brennan brann glatt

Í gærkvöldi var brennan tendruð á Fjósakletti og var það gert með hvelli í orðsins fyllstu merkingu. Þannig sveif flugeldur ofan úr fjallshlíðinni og niður á brennunni og í kjölfarið kom mikil sprenging, sem kveikti í brennunni. Hún logaði svo glatt fram eftir nóttu og yljaði gestum hátíðarinnar. (meira…)

�?gleymanlegur flutningur á þjóðhátíðarlaginu

Sú stund þegar Fjallabræður og Lúðrasveit Vestmannaeyja frumfluttu þjóðhátíðarlagið 2012, Þar sem hjartað slær, líður þeim seint úr minni sem voru á staðnum. Flutningurinn einn og sér var hreint út sagt magnaður en þúsundir gesta stóðu á fætur í brekkunni og sungu hástöfum með. Þetta var klárlega einn af hápunktum hátíðarinnar í ár og ekki […]

Mugison náði upp stemmningunni í brekkunni

Vestfirski tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, tróðu upp ásamt unnustu sinni, Rúnu Esradóttur en Mugison náði upp mjög góðri stemmningu í brekkunni áður en Fjallabræður tóku við kyndlinum. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá þegar Mugison fær alla brekkuna til að syngja undir með sér í laginu Gúanóstelpan. Sjón er sögu ríkari. (meira…)

Setning þjóðhátíðar fór fram í bongó blíðu

Þjóðhátíð Vestmannaeyja var sett í gær við hátíðlega athöfn í Herjólfsdal. Mikill fjöldi gesta tók þátt í setningarathöfninni og stór hluti gesta mætti prúðbúinn í Herjólfsdal, eins og venja er við setninguna. Eftir að Jóhann Pétursson, formaður ÍBV hafði sett þjóðhátíð, flutti Kristinn R. Ólafsson hátíðarræðuna. Séra Guðmundur Örn blessaði svo samkomuna áður en skemmtiatriði […]

Tvö fíkniefnaleitarteymi í Eyjum

Tveimur lögreglumönnum hefur verið bætt við lögregluliðið sem verður að störfum á Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Fréttastofa RÚV greindi frá því í gær að tveir fíkniefnahundar verði í Eyjum um helgina en embætti ríkislögreglustjóra leggur hins vegar til færri lögreglumenn með þeim en á hátíðinni í fyrra. (meira…)

Nýjungar í munavörslunni

Munavarslan verður á sínum stað í Herjólfsdal eins og alltaf. Þar er hægt að geyma farangur og ýmislegt annað sem ekki má glatast þegar komið er í Herjólfsdal en nú er boðið upp á nýjung í munavörslunni, smáhólf þar sem hægt er að geyma lyklakippur, kortaveski og aðra smáhluti. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.