Búast við 2.000 manns í dag til Eyja

„Við höldum að það hafi verið 11.000 til 12.000 á svæðinu í gær. Við reiknum með að það verði um 14.000 hér í kvöld. Það munu líklega koma ríflega 2.000 manns í dag, Herjólfur er mjög ásettur og uppselt í fyrstu fjórar ferðir hans hingað í dag. Þá er einnig verið að fljúga,“ segir Páll […]
Elísa fyrirliði U-23 í dag

Elísa Viðarsdóttir verður fyrirliði íslenska landsliðsins skipa leikmönnum 23 ára og yngri sem mætir Skotum ytra klukkan 14 í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland teflir fram liði í þessum aldursflokki og mikill heiður fyrir Elísu að vera fyrsti fyrirliði liðsins. Þá er Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður ÍBV einnig í byrjunarliðinu. (meira…)
Landsleikurinn í beinni í Herjólfsdal

Annar dagur þjóðhátíðar hefur gengið vel en veðrið hefur verið einstaklega gott í Eyjum í dag, sól, logn og hlýtt. Önnur stórhátíð á sér stað nokkra kílómetra sunnan við Vestmannaeyjar, nánar tiltekið í London þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. Núna klukkan 18:30 hefst einmitt leikur Íslands og Frakklands í handbolta en þjóðhátíðargestir geta fylgst með […]
Verkefnum fjölgaði þegar leið á nóttina

Nokkur erill var hjá lögreglunní Vesmannaeyjum síðustu nótt. Rólegt var fyrrihluta nætur, en þegar leið á nóttina fór verkefnum að fjölga. Þrír gistu fangageymslu síðustu nótt vegna kærumála og ölvunarástands en nokkuð var um pústra og slagsmál í Herjólfsdal. Undir morgun kærði ung stúlka nauðgun í Herjólfsdal. Hún var send á neyðarmóttöku í Reykjavík og […]
Brennan brann glatt

Í gærkvöldi var brennan tendruð á Fjósakletti og var það gert með hvelli í orðsins fyllstu merkingu. Þannig sveif flugeldur ofan úr fjallshlíðinni og niður á brennunni og í kjölfarið kom mikil sprenging, sem kveikti í brennunni. Hún logaði svo glatt fram eftir nóttu og yljaði gestum hátíðarinnar. (meira…)
�?gleymanlegur flutningur á þjóðhátíðarlaginu

Sú stund þegar Fjallabræður og Lúðrasveit Vestmannaeyja frumfluttu þjóðhátíðarlagið 2012, Þar sem hjartað slær, líður þeim seint úr minni sem voru á staðnum. Flutningurinn einn og sér var hreint út sagt magnaður en þúsundir gesta stóðu á fætur í brekkunni og sungu hástöfum með. Þetta var klárlega einn af hápunktum hátíðarinnar í ár og ekki […]
Mugison náði upp stemmningunni í brekkunni

Vestfirski tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, tróðu upp ásamt unnustu sinni, Rúnu Esradóttur en Mugison náði upp mjög góðri stemmningu í brekkunni áður en Fjallabræður tóku við kyndlinum. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá þegar Mugison fær alla brekkuna til að syngja undir með sér í laginu Gúanóstelpan. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Setning þjóðhátíðar fór fram í bongó blíðu

Þjóðhátíð Vestmannaeyja var sett í gær við hátíðlega athöfn í Herjólfsdal. Mikill fjöldi gesta tók þátt í setningarathöfninni og stór hluti gesta mætti prúðbúinn í Herjólfsdal, eins og venja er við setninguna. Eftir að Jóhann Pétursson, formaður ÍBV hafði sett þjóðhátíð, flutti Kristinn R. Ólafsson hátíðarræðuna. Séra Guðmundur Örn blessaði svo samkomuna áður en skemmtiatriði […]
Tvö fíkniefnaleitarteymi í Eyjum

Tveimur lögreglumönnum hefur verið bætt við lögregluliðið sem verður að störfum á Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Fréttastofa RÚV greindi frá því í gær að tveir fíkniefnahundar verði í Eyjum um helgina en embætti ríkislögreglustjóra leggur hins vegar til færri lögreglumenn með þeim en á hátíðinni í fyrra. (meira…)
Nýjungar í munavörslunni

Munavarslan verður á sínum stað í Herjólfsdal eins og alltaf. Þar er hægt að geyma farangur og ýmislegt annað sem ekki má glatast þegar komið er í Herjólfsdal en nú er boðið upp á nýjung í munavörslunni, smáhólf þar sem hægt er að geyma lyklakippur, kortaveski og aðra smáhluti. (meira…)