Nokkur erill var hjá lögreglunní Vesmannaeyjum síðustu nótt. Rólegt var fyrrihluta nætur, en þegar leið á nóttina fór verkefnum að fjölga. Þrír gistu fangageymslu síðustu nótt vegna kærumála og ölvunarástands en nokkuð var um pústra og slagsmál í Herjólfsdal. Undir morgun kærði ung stúlka nauðgun í Herjólfsdal. Hún var send á neyðarmóttöku í Reykjavík og er málið í rannsókn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum.