Landhelgisgæslan sótti Surtseyjarfara

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flutti vísindamenn og búnað þeirra úr Surtsey á dögunum. Undanfarin ár hefur Landhelgisgæslan í samstarfi við Umhverfisstofnun aðstoðað Surtseyjarfara með ýmsu móti, t.d með að flytja þá ásamt búnaði til og frá eynni, segir í frétt á heimasíðu Landhelgisgæslunnar. Hluti hópsins var fluttur til Vestmannaeyja á meðan aðrir fóru til Reykjavíkur. Hluti hópsins […]
Fyrsta pysjan komin í hús

Fyrsta pysja haustsins er komin í hús en það var hún Eygló Rós Sverrisdóttir sem fann hana í nótt við Slippinn. Hún verður vigtuð í hádeginu og því næst sleppt. Þess má geta að einnig fannst pysja í Reykjavík í síðustu viku. „Það er erfitt að segja til um það alveg strax en þetta gæti […]
Vestmannaeying nr. 4600 afhent blóm

Þann 2. ágúst sl., voru Vestmannaeyingar 4600 talsins Það var Sigurður G. Óskarsson sem var Vestmannaeyingur númer 4600, en hann er að flytja til Eyja með konu sinni, Anniku Vignisdóttur og tveimur börnum. Þess má geta að þau eru Eyjafólk sem hafa ákveðið að flytja aftur heim. Ekki hafa fleiri verið búsettir i Eyjum síðan […]
Tímabundið heimsóknarbann á Hraunbúðum

Tímabundið heimsóknarbann tók gildi á Hraunbúðum í gær sökum sýkingar sem herjar á heimilisfólkið. (meira…)
Þjóðhátíðarnefnd þakkar komuna

Þjóðhátíðarnefnd ÍBV vill þakka gestum sínum fyrir komuna á Þjóðhátíð 2023. Þjóðhátíðin gekk mjög vel fyrir sig og nutu gestir fjölbreyttrar dagskrár sem í boði var og voru til fyrirmyndar. Samstarf við viðbragðsaðila, tæknifólk og listamenn gekk frábærlega og þessi hátíð væri ekki jafn glæsileg ef þeirra nyti ekki við. Takk fyrir ykkar innlegg. Fjöldi […]
ÁTVR í hlutverki húsráðenda í þjóðhátíðartjaldi á Menningarnótt

Menningarnótt í Reykjavík Vegna 50 ára goslokaafmælis er Vestmannaeyjabær sérstakur gestur á Menningarnótt í Reykjavík, laugardaginn 19. ágúst. Óskað hefur verið eftir liðsinni félagsmanna ÁtVR, Átthagafélags Vestmannaeyinga í Reykjavík í viðburði bæjarins í Ráðhúsi Reykjavíkur þann dag milli kl. 13.00 og -17.00 Þjóðhátíðartjald verður sett upp í Tjarnarsalnum og þar verður boðið upp á heðfbundið […]
Frístund opnar 15. ágúst með heilsdagsdögum

Frístund opnar 15. ágúst með heilsdagsdögum en að þessu sinni verða þeir fimm talsins frá 15. – 21. ágúst. Opið verður frá klukkan 7:45 til 16:30. Nauðsynlegt er að skrá börn á þessa daga og er aðeins möguleiki að sækja um heilsdagsvistun fyrir þau börn sem eru skráð í frístund skólaárið 2023-2024. Hægt er að […]
Sparaði hálfan milljarð í olíukaup

Eins og kunnugt er bilaði Vestmannaeyjastrengur 3 (VM3) í vetur. Þá voru góð ráð dýr, enda í vændum mesti álagstíminn með loðnuvertíð. Ljóst var að brenna þyrfti verulegu magni af díselolíu til þess að anna álaginu í Eyjum, segir í færslu á Facebook-síðu Landsnets sem kom Vestmannaeyjastreng 3 aftur í rekstur í síðustu viku. Þá […]
Berst fyrir bættu hjólastólaaðgengi í Herjólfsdal

Einn þeirra sem gerðu sér leið til Vestmannaeyja um helgina til að taka þátt í gleðinni á Þjóðhátíð var hinn 23 ára gamli Dagur Steinn Elfu Ómarsson. Eftir fyrstu tvö kvöld hátíðarinnar hafi hann þó neyðst til að fara heim vegna lélegs hjólastólaaðgengis, en sjálfur notar Dagur hjólastól. Dagur er mikill djammari og hefur gaman […]
Kajakferð til Surtseyjar gæti haft eftirmála

Formleg kæra frá Umhverfisstofnun er nú komin á borð lögreglunnar vegna ferðar Ágústs Halldórssonar á kajak til friðlýstu eyjunnar Surtsey. Lögreglan mun byrja á því að yfirheyra Ágúst vegna ferðalagsins, að því er fram kemur í frétt á mbl.is. Surtsey sem myndaðist fyrir að verða sextíu árum síðan hefur verið friðlýst frá árinu 1965 og […]