Einn handtekinn vegna líkamsárásar

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið vegna hinna ýmsu mála sem upp komu. Skemmtana hald helgarinnar fór þokkalega fram en þó var ein líkamsárás kærð og nokkuð um kvartanir vegna hávaða frá heimahúsum. (meira…)
Stærsta torfærumót sem haldið hefur verið í langan tíma

Einn stærsti viðburður á Goslokahátíðinni í síðustu viku var Skipalyftutorfæran sem haldin var austur á nýja hrauni. Torfærukeppni hafði ekki verið haldin í Vestmannaeyjum síðan 1984 en Björgunarfélag Vestmannaeyja og Torfæruklúbbur Suðurlands sáu um framkvæmd keppninnar í samstarfi við Skipalyftu Vestmannaeyja. Nú má sjá fjölda mynda og myndbönd frá keppninni hér að neðan. (meira…)
Mannlífið í Eyjum á sunnudagsmorgni

Halldór Halldórsson vaknaði snemma í gærmorgun, rölti um miðbæinn og niður að höfn og myndaði mannlífið í Eyjum þennan sunnudagsmorgun. Bærinn var að vakna eftir nætursvefninn. Hann rakst meðal annars nýkvæntan Gunnlaug Erlendsson sem var að halda til hafs á tuðrunni sinni ásamt nokkrum brúðkaupsgestum sínum. Ferðamenn voru mættir í Upplýsingamiðstöðina í Bárugötunni og trimmarar […]
�?rjár semja við ÍBV út tímabilið 2012

Þrjár knattspyrnukonur úr ÍBV skrifuðu í gær undir áframhaldandi samning við liðið. Þetta eru þær Shaneka Gordon, sóknarmaður, Andrea Ýr Gústavsdóttir, varnarmaður og Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður. Allar munu þær leika með ÍBV út sumarið 2013. (meira…)
Simona aftur í ÍBV

Handknattleiksráð ÍBV hefur náð samkomulagi við rúmensku skyttuna Simona Vitila um að leika á ný með liðinu. Simona lék með ÍBV síðast veturinn 2005 undir stjórn Alfreðs Finnssonar og fagnaði Íslandsmeistaratitli með ÍBV. Þá var hún einnig valin leikmaður ársins á lokahófi HSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV. (meira…)
Spear lánaður til Víkings R.

Enski framherjinn Aaron Spear hefur verið lánaður til Víkings Reykjavík, sem leikur í 1. deildinni. Spear hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í liði ÍBV í sumar en þessi fyrrum leikmaður Newcastle, kom til ÍBV síðasta sumar og skoraði þá fimm mörk í tólf leikjum í deild og bikar. Í ár hefur hann […]
Vinnusigur gegn frískum Frömurum

Það má með sanni segja að Eyjamenn hafi verið heppnir að ná þremur stigum í dag þegar ÍBV tók á móti Fram. ÍBV var mun betri aðilinn fyrstu tuttugu mínúturnar en eftir það var leikurinn í jafnvægi. Christian Olsen kom ÍBV í 2:0, Olsen, Olsen eins og það er kallað, en Framarar neituðu að gefast […]
Líkamsárás í Vestmannaeyjum

Tilkynnt var líkamsárás í Vestmannaeyjum snemma í morgun. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn og er hann nú vistaður í fangageymslum lögreglu. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. (meira…)
Ná Eyjamenn að rífa sig upp?

Það er ekki ofsögum sagt að síðasta vika hafi verið ÍBV erfið. Liðið byrjaði á því að tapa fyrir KR á heimavelli í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar og féll svo nokkrum dögum síðar úr Evrópukeppninni með minnsta mögulega mun, eða færri mörkum skoruðum á útivelli. Í dag tekur ÍBV hins vegar á móti Fram í Íslandsmótinu […]
Vallarstjórinn vann

Örlygur Helgi Grímsson tryggði sér í dag Vestmannaeyjameistaratitilinn í golfi en Örlygur endaði með tíu högga forskot á þá Hallgrím Júlíusson og Helga Anton Eiríksson en Örlygur lék hringina fjóra á 285 höggum en þeir Hallgrímur og Helgi á 295. Þeir urðu því að spila í bráðabana um silfrið en þar hafði Hallgrímur betur. (meira…)