Halldór Halldórsson vaknaði snemma í gærmorgun, rölti um miðbæinn og niður að höfn og myndaði mannlífið í Eyjum þennan sunnudagsmorgun. Bærinn var að vakna eftir nætursvefninn. Hann rakst meðal annars nýkvæntan Gunnlaug Erlendsson sem var að halda til hafs á tuðrunni sinni ásamt nokkrum brúðkaupsgestum sínum. Ferðamenn voru mættir í Upplýsingamiðstöðina í Bárugötunni og trimmarar gengu greitt um götur bæjarins. Og veðrið skartað sínu fegursta þennan sunnudagsmorgun.