Kynferðisofbeldi er ekki liður í dagskrá �?jóðhátíðar í Vestmannaeyjum og verður aldrei liðið:

Grasrótarhreyfing í Eyjum og Þjóðhátíðarnefnd ÍBV hafa ákveðið að stofna forvarnahóp ÍBV. Hópurinn fær þ að það hlutverk að standa fyrir sérstöku átaksverkefni gegn kynferðisofbeldi og verður það verkefni áberandi á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum nú í byrjun ágúst. Það er einróma mat forvarnarhóps ÍBV að mikilvægt sé að efla forvarnir á þessu sviði enda sé […]

Hefur flutt 9200 farþega milli lands og Eyja fyrstu 6 mánuðina

Samkvæmt upplýsingum sem Ásgeir Þorsteinsson hjá Flugfélaginu Erni gaf eyjafrettum, er nokkur aukning á farþegafjölda félagsins milli lands og Eyja. Árið 2011 flutti félagið 8800 farþega fyrstu sex mánuði ársins. En fyrstu sex mánuði þessa árs, hefur félagið flutt 9200 farþega. Segir Ásgeir að aukningin hafi helst orðið yfir vetrarmánuðina. t.d. dæmis hafi farþegum í […]

Fleiri farþegar og fleiri bílar í ár

Siglingar Herjólfs í Landeyjahöfn hafa margsýnt, að ferðamannafjöldi stóreykst þegar siglt er þangað. Strax frá fyrsta degi þegar siglingar hófust í Landeyjahöfn árið 2010 var sýnt að hverju stefndi. Fyrstu sex mánuði ársins 2011 flutti Herjólfur 105.849 farþega og 26.332 bíla. Til samanburðar hefur Herjófur flutt 114.094 farþega og 31.098 bíla, fyrstu sex mánuði ársins […]

Stór torfæru­keppni

Skipalyftutorfærukeppnin fer fram í Eyjum á laugardag. Torfærufélag Suðurlands og Björgunarfélag Vestmannaeyja standa fyrir keppn­inni og lofa frábærri skemmtun. Keppendur eru óvenju margir og mikil spenna í loftinu enda langt síðan svo stór keppni hefur verið haldin hér á landi. (meira…)

Veisla úr matarkistu Eyjanna

Á annaðkvöld, föstudagskvöld, býður Einsi kaldi upp á glæsilegan kvöldverð í Höllinni í samstarfi við goslokanefnd. „Þetta verður það besta úr matarkistu Vestmannaeyja, þar sem meðal annars verður boðið upp á fjölbreytt úrval af fisk ásamt lunda og fleira góðgæti Húsið opnar kl 18:30 og hefst borðhald kl 19:30. Miðapanntanir eru í síma 6982572 Einsi […]

Sjálfboðaliða vantar til verksins

Senn líður að því að áhorfendastúkan við Hásteinsvöll verði tekin í notkun. Hanni harði, varaformaður knattspyrnuráðs ÍBV hafði samband við eyjafrettir og bað um að koma þvi á framfæri, að seinnipartinn í dag og í kvöld, verður byrjað á að festa niður áhorfendasætin í stúkunni og til þess verks vantar sjálboðaliða. Biður hann alla stuðningsmenn […]

Gylfi �?gis, Rúnar �?ór og Megas í Höllinni í kvöld

Hallarbændur láta ekki sitt eftir liggja í goslokahátíðinni. Í kvöld, fimmtudagskvöld verður Gylfi Ægis ásamt Rúnari Þór og Megasi, með tónleika í Höllinni. Með þeim verða Siggi bassaleikari Náttúru og Ásgeiri trommari Stuðmanna. Aðeins 2.500,- kr. miðinn. (meira…)

Rándýr vika hjá Eyjamönnum

Í dag, fimmtudag leikur ÍBV gegn írska liðinu Saint Patrick‘s í 1. umferð Evrópudeildarinnar en leikur liðanna fer fram í Dublin á Írlandi. Leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma en það er skammt stórra högga á milli, því á sunnudaginn tekur ÍBV á móti KR í 8-liða úrslitum bikarkeppn­innar. Síðari leikur ÍBV og Saint […]

Dagskrá goslokahátíðar hefst í dag

Kl. 13.00 Opnar Gerður Sigurðardóttir myndlistarsýningu í Akóges.Kl. 17.00 Opnar ljósmyndasýningin “Vestmannaeyjar lifað með náttúruöflunum” í Sæheimum (uppi í Miðstöðinni). Á sýningunni eru ljósmyndir eftir Heiðar Egils, Konný Guðjóns, Sísí Högna, Óskar Pétur, Didda Sig. og Adda í London. Kynnt verður ný ljósmyndabók um Vestmannaeyjar. (meira…)

Smá bilun í stjórnborði fyrir aðalvél

„Þetta er ekkert alvarlegt, smábilun í stjórnborði fyrir aðalvél,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins þegar hann var spurður út í stöðuna á Heimaey VE sem kom ný til landsins frá Chíle í byrjun maímánaðar. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.