Sumarstúlkukeppnin í kvöld

Sumarstúlka Vestmannaeyja verður valin í kvöld, laugardagskvöldið 16. júni í Höllinni, sem stendur að keppninni ásamt Fréttum. Að þessu sinni taka tólf stórglæsilegar stúlkur þátt í keppninni, sem er nú haldin í 26. skiptið. Að venju verður í boði glæsilegur matseðill sem kvemur frá Einsa Kalda. Ýmis skemmtiatriði verða á dagskránni eins og alltaf t.d. […]

Geri ráð fyrir erfiðum leik

ÍBV sækir ÍA heim í kvöld í Pepsídeild karla en leikur liðanna hefst klukkan 20:00. Nýliðar ÍA hafa farið mjög vel af stað í Íslandsmótinu en liðið er í efsta sæti deildarinnar og hefur unnið fjóra leiki og gert tvö jafntefli. ÍBV fór hins vegar illa af stað í mótinu en hefur verið að ná […]

Mögnuð tilfinning að hafa þverhnípt­an hamravegg­inn á hægri hönd

Ég nýt þess að sigla inn mikilfenglegustu innsiglingu í heimi. Mig hefur lengi langað til að heimsækja þessa mögnuðu eyju sem hefur að geyma alla þessa stórbrotnu náttúru. Leið mín liggur inn í þann fræga Herjólfsdal. Ég geng hughrifin eftir Hamarsveginum, það er mögnuð tilfinning að hafa þverhníptan hamravegginn á hægri hönd og fugla­gargið allt […]

Nýr �??take away�?? staður á hafnarsvæðinu

Hallgrímur S Rögnvaldsson og Wenyi Zeng ætla að setja upp „take away“ stað á hafnarsvæðinu þar sem boðið verður upp á kínverska og asíska skyndirétti. „Þetta hefur verið draumur hjá konunni frá því hún kom hingað enda er hún mjög mikið inni í matargerð. Systir hennar er með stórt veitingahús úti í Guangzhou og þar […]

Verslunin Jazz hættir og Subway kemur inn

Verslunin Jazz hættir þann 25. júní þar sem eigendur versl­un­ar­innar, sem reka heild­versl­un­ina Gró og Markaðs­torgið Kringlunni, hafa selt húsnæðið til rekstararaðila Subway. „Við ætlum ekki að vera með verslun í Vestmannaeyjum,“ sagði Þorsteinn Þorsteinsson, annar eigendanna, þegar hann var spurður út í stöðuna. „Við rekum Markaðstorgið í Kringl­unni og verðum með vefsíðu sem Vestmannaeyingar […]

Rúmlega 600 stelpur taka þátt

Um sexhundruð stúlkur komu til Eyja í gær, miðvikudag, til að taka þátt í einu stærsta knattspyrnumóti ársins fyrir stúlkur, Pæjumóti TM og ÍBV. Alls taka 56 lið þátt í mótinu í ár, frá 19 félögum en mótið hófst svo snemma í morgun, fimmtudag, með fyrstu leikjunum. Mótinu lýkur svo um eða rétt eftir hádegi […]

Biðlar til ráðherra um lyf við MS

Um 20 MS sjúklingar fá ekki nýtt lyf eftir að þeim var gert að hætta notkun eldra lyfs vegna aukinnar hættu á heilabólgu. Einn þeirra biðlar til stjórnvalda að leysa málið. Guðrún Kristmannsdóttir segist hafa náð botninum í baráttu sinni við MS sjúkdóminn fyrir fimm árum. Í kjölfarið hafi líf hennar gjörbreyst til hins betra […]

Makrílveiðar að hefjast

„Veiðin er rétt að byrja, þetta er fjórði dagurinn. Við erum að finna hann, þetta er allt í lagi en ekkert meira en það,“ sagði Guðmundur Ingi Guðmundsson, stýrimaður á Hugin VE, þegar hann var spurður út í makrílveiðina á miðvikudags­morgun. „Við erum 20 mílur suður af Eyjum og allt fryst til manneldis um borð. […]

Safna undirskriftum gegn staðsetningu hótels í Hásteinsgryfju

Undirskriftalistar hafa legið frammi í verslunum í bænum undanfarna daga en þar er fólk hvatt til að skrifa undir mótmæli við fyrirhugaðri byggingu hótels í Hásteinsgryfjunni. Í formála undirskriftalistans er farið yfir helstu rökin fyrir því að þar eigi ekki að rísa hótelbygging og ítrekað að ekki sé verið að mótmæla byggingu hótels, heldur staðsetningunni. […]

Engir bekkjabílar í ár?

Þeir aðilar sem hafa verið með bekkjabíla á þjóðhátíð hafa haft samband við ritstjórn Frétta undanfarið og sagt frá áhyggjum sínum yfir því að nú eigi að banna bekkjabíla á næstu þjóðhátíð. Einn af þeim sem hafa ekið bekkjabíl, og vildi ekki koma fram undir nafni, sagði í samtali við Fréttir að hann væri mjög […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.