Afanum aflýst

Sýningin Afinn sem vera átti í Höllinni í kvöld, hefur verið aflýst, vegna dræmrar forsölu á aðgöngumiðum. Í fréttatilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar segir að þeir sem keypt hafi miða í forsölu geti fengið þá endurgreidda. (meira…)
Miklar framkvæmdir á heilsugæslunni

Í vetur hafa staðið yfir miklar framkvæmdir við heilsugæslustöðina í Eyjum. Meðal annars verður rannsóknarstofan færð til svo og afgreiðslan. Þá er skipt um allar lagnir, sett upp loftræstikerfi, sem ekki var áður. Sett ný gólfefni og allt málað. Reiknað er með að framkvæmdum ljúki um mánaðamótin maí – júní og þá flyst heilsugæslan þar […]
Kristján Björnsson býður sig fram til embættis vígslubiskups að Hólum í Hjaltadal

Séra Kristján Björnsson, sóknarprestur í Eyjum, hefur tilkynnt framboð sitt til víglubiskups á Hólum í Hjaltadal. Kristján segist með framboði sínu bjóða sig fram til stuðnings við kirkjulegt starf og þjónustu á öllum stöðum í umdæminu og enn frekari eflingar á Hólum. Hann segir það virka vel á sig að embætti biskupa sé í deiglu […]
Hvað er að marka þjóðtrúna?

Þá höfum við það. Samkvæmt þjóðtrúnni veit það á gott sumar þegar frýs sama sumar og vetur aðfaranótt sumardagsins fyrsta,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, á sumardaginn fyrsta.Og það var víða frost um nóttina en ekki í Vestmannaeyjum og á nokkrum öðrum stöðum. (meira…)
�??Eldgamall bíll og einskis nýtur�??

„Þetta uppgötvaðist í hádeginu. Kærastinn minn ætlaði að fara á fund og taka minn bíl og þegar hann kom niður á bílaplan var bílinn horfinn,“ segir Sara Sigurðardóttir en hún varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu í dag að bílnum hennar var stolið þar sem hann stóð á bílastæði við Kórsali í Kópavogi. Hún segir að […]
Gunnar aftur valinn bestur hjá Ipswich

Gunnar Þorsteinsson var í gærkvöld útnefndur besti ungi leikmaðurinn hjá enska knattspyrnuliðinu Ipswich á lokahófi félagsins en fyrr í vikunni var hann valinn besti leikmaður unglingaliðsins af stuðningsmannaklúbbi félagsins. (meira…)
3758 fermetrar í byggingu

Í Fréttum sem koma út í dag, er sagt frá miklum byggingaframkvæmdum í Eyjum um þessar mundir. Alls eru í bygginu 3758 fermetrar: Og í undirbúningi eru byggingar upp á tæplega 1000 fermetra. Einnig er búið er að úthluta byggingarlóðum fyrir fjölbýlishúsi, einbýlum og atvinnuhúsnæði auk þess eru hús í endurbyggingu eða á teikniborðinu. (meira…)
Eyjapeyi bestur hjá Ipswich

Eyjapeyinn Gunnar Þorsteinsson var á dögunum valinn besti leikmaður unglingaliðs Ipswich en það var stuðningsmannaklúbbur félagsins sem stóð fyrir valinu. Gunnar fékk því Dale Roberts-bikarinn svonefnda að launum en Gunnar er sonur Þorsteins Gunnarssonar, fyrrum leikmanns ÍBV og Rósu Baldursdóttur. Gunnar er fæddur í Eyjum en fluttist ungur til Grindavíkur. (meira…)
ÍBV úr leik

ÍBV er úr leik í úrslitakeppni Íslandsmótsins eftir að hafa tapað þriðja leiknum fyrir Fram. Liðin áttust við á heimavelli Fram en heimastúlkur unnu sannfærandi sigur, 29:21. Eins og í hinum tveimur leikjum einvígisins, þá kláruðu Framstúlkur leikinn í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi í kvöld var 16:6. Eins og sjá má var sóknarleikur […]
Gunnar Már frá í 4-6 vikur

Enn bætist á sjúkralista karlaliðs ÍBV í knattspyrnu því nú er ljóst að miðjumaðurinn sterki Gunnar Már Guðmundsson þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla í hné. Eftir aðgerð er áætlað að hann verði frá í 4-6 vikur en fyrir eru á sjúkralistanum þeir Tryggvi Guðmundsson og Andri Ólafsson. Það munar um minna fyrir lið […]