Miklar framkvæmdir á heilsugæslunni
26. apríl, 2012
Í vetur hafa staðið yfir miklar framkvæmdir við heilsugæslustöðina í Eyjum. Meðal annars verður rannsóknarstofan færð til svo og afgreiðslan. Þá er skipt um allar lagnir, sett upp loftræstikerfi, sem ekki var áður. Sett ný gólfefni og allt málað. Reiknað er með að framkvæmdum ljúki um mánaðamótin
maí – júní og þá flyst heilsugæslan þar að nýju. En meðan framkvæmdir hafa staðið yfir var heilsugæslan flutt til bráðabirgða á þriðju hæðina. Halldór Halldórsson, húsvörður rölti um vettvang framkvæmdanna með vídeóvélina sína og fengu eyjafrettir góðfúslegt leyfi hans til að birta afraksturinn.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst