Nýir eigendur skoðuðu verslunina sem er að rísa við Græðisbraut

Í maí eru tíu ár liðin frá því að Húsasmiðjan keypti Húsey og hóf rekstur í Vestmannaeyjum. Það er því vel við hæfi á þeim tímamótum að Húsasmiðjan flytji sig um set og fari í nýtt og glæsilegt verslunarrými við Græðisbraut 1. Þar rís nú 1100 fermetra verslunarhús, sem er tvöfalt stærra en núverandi verslunarrými. […]
Hótel í gömlu Fiskiðjunni

Vestmannaeyjabær hefur tekið tilboði Fosshótela um kaup á gömlu húsnæði Fiskiðjunnar við Vestmannaeyjahöfn. Gert er ráð fyrir þriggja stjörnu hóteli með 50 gistirýmum. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Fosshótela, segir að á næstu dögum og vikum verði unnið að fjármögnun verkefnisins og frekari útfærslu þess. (meira…)
Hjörtur áfram í Söngkeppni framhaldsskólanna

Nú er ljóst að Hjörtur Friðriksson, nemandi í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum, er kominn áfram í úrslita Söngkeppni framhaldsskólanna. Keppnin fór þannig fram að myndband allra 32 skóla sem taka þátt í keppninni, voru birt á mbl.is og var hægt að kjósa uppáhalds lagið sitt í símakosningu, sem hafði helmingsvægi við dómnefnd. 12 lög af þessum […]
Aðgerð ríkisins kostaði Sparisjóðinn 130 milljónir

Aðalfundur Sparisjóðs Vestmannaeyja fór fram í gær í húsakynnum sjóðsins. Elliði Vignisson, bæjarstjóri sat fundinn fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar, sem komst í hóp stofnfjáreigenda skömmu áður en ríkið eignaðist 55% hlut í sjóðnum. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta voru umræður nokkuð líflegar en Elliði segir að fundurinn hafi verið góður og málefnalegur. (meira…)
Nóg um að vera á Sumardaginn fyrsta

Sumardagurinn fyrsti verður haldinn hátíðlegur í Eyjum eins og undanfarin ár. Dagurinn hefst klukkan 11:00 þegar tilkynnt verður hver verði Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2012 í Listaskólanum. Klukkan 13:45 hefst svo skrúðganga frá Ráðhúsinu og verður gengið fylktu liði upp í Íþróttamiðstöð þar sem tekur við Sumargleði. Dagskrána í heild má sjá hér að neðan. (meira…)
�?sátt við breytingar við tónlistarkennslu af hálfu hins opinbera

Á fundi bæjarráðs var fjallað um samning um tímabundna breytingu á verkskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Bæjarráð gagnrýnir harðlega samninginn og þá sérstaklega þann hluta sem snýr að efndum ríkisins. Samkvæmt bókun bæjarráðs þýðir samningurinn tæplega 2,8 milljón króna kostnaðarauka við tónlistarkennslu hjá Vestmannaeyjabæ. Bókun bæjarráðs má lesa hér að neðan. (meira…)
Fundu hnýsu í Skansfjöru

Sex ungir Eyjakrakkar, Bjarki, Andri, Svava, Maríanna, Hafdís og Heiða, sem voru við leik í Skansfjöru í góða veðrinum síðastliðinn föstudag, fundu dauða hnýsu í fjörunni. Krakkarnir létu vita á Fiskasafninu en á vef safnsins kemur fram að líklega verði beinagrindin sett upp á safninu. (meira…)
Vara Alþingi við því að samþykkja óbreytt frumvörp

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stjórn fiskveiða og frumvarp til laga um veiðigjöld en bæjarráð Vestmannaeyma tók frumvarpið fyrir á fundi sínum í dag. Bæjarráð Vestmannaeyja varar Alþingi sterklega við því að samþykkja óbreytt fyrirliggjandi frumvörp ríkisstjórnarinnar til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. (meira…)
Eimskip reiðubúið að ganga til samninga við Vegagerðina um rekstur Herjólfs

Eimskip er reiðubúið að ganga til samninga um áframhaldandi rekstur Herjólfs enda telur félagið sig hafa í tvígang lagt inn lægsta gilda tilboðið í verkið. Eimskip kærði frávísun fyrra tilboðs félagsins þar sem ástæða frávísunar var að mati félagsins ekki réttmæt og ekki í samræmi við þau lög sem um opinber útboð gilda. Eimskip hafði […]
Síðari ferðin einnig til �?orlákshafnar

Síðari ferð Herjólfs í dag verður farin til Þorlákshafnar en skipið fór þangað einnig í morgun. Brottför verður frá Vestmannaeyjum klukkan 16:00 og frá Þorlákshöfn klukkan 19:15. Þegar þetta er skrifað 2,9 metrar en ölduhæð hefur verið um og yfir þrjá metra síðustu klukkutímana, sem er of mikið til að hægt sé að sigla inn […]