Eva Dögg Ungfrú Suðurland

Eva Dögg Davíðsdóttir, 18 ára Eyjastúlka, var í kvöld valin Ungfrú Suðurland. Keppnin fór fram á Hótel Selfossi en 14 glæsilegar stúlkur tóku þátt í keppninni. Fimm þeirra fara áfram í keppnina um Ungfrú Suðurland en Eva Dögg er eina Eyjastúlkan í þeim hópi. Arney Lind Helgadóttir var valin bjartasta brosið og Þórhildur Ósk Stefánsdóttir […]

Eyjamenn komust ekki í umspilið

Karlalið ÍBV komst ekki í umspilskeppnina og þegar upp er staðið í lok tímabils, eru Eyjamenn með næst lélegasta lið landsins. ÍBV endaði í næst neðsta sæti Íslandsmótsins sem er verulega langt undir þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins fyrir tímabilið. Liðið virtist ætla að standa undir þeim kröfum enda vann liðið fyrstu fimm […]

Leikmenn ÍBV vel tryggðir hjá VÍS

Undirritaður hefur verið samningur milli Knattspyrnudeildar ÍBV og VÍS þess efnis að VÍS mun sjá um að tryggja alla leikmenn meistaraflokks ÍBV og í leiðinni gerist VÍS styrktaraðili ÍBV. Markmið VÍS er að leggja sitt af mörkum til að styðja íBV til góðra verka í efstu deild með von um áframhaldandi baráttu á toppnum. (meira…)

Drífa í U-20 ára landsliðinu

Handknattleikskonan Drífa Þorvaldsdóttir, leikmaður ÍBV, hefur verið valin í 16 manna hóp íslenska landsliðsins skipað leikmönnum 20 ára og yngri. Drífa hefur komið reglulega við sögu í leikjum ÍBV í vetur en íslenska liðið leikur í undankeppni HM í Tyrklandi í byrjun apríl. (meira…)

Segir ríkið fara á svig við eigin reglur

„Sveitarfélögin eiga ekki að kveinka sér undan hertum kröfum og eftirliti hvað fjáhagsleg málefni varðar. Það er hins vegar bæði ófaglegt og óeðlilegt af stjórnvöldum að setja sveitarfélögum reglur um hvaða skuldbindingar þau eiga að telja fram í reikningum sínum og hvernig þær skuli reiknaðar, en gera svo ekki sett upp sitt bókhald í samræmi […]

Hræðsluáróður Eimskips?

Í grein á netsíðu Eyjafrétta 21. mars sl. „Ófært fyrir öll skip í vetur“ er vitnað í graf sem Guðlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Eimskips, hefur tekið saman. Þar er að finna ýmislegt athyglisvert. Vissulega hefur það sem af er þess­um vetri verið erfitt er varðar veður og sjólag undan suðurströnd lands­ins. Sífellt hefur gengið á með […]

Ekkert sem bannar magnsölu miða

Á þriðjudagsmorgun var opnað fyrir sölu á ferðum með Herjólfi í kringum þjóðhátíð. Fljótlega upp úr því höfðu óánægðir viðskipta­vinir samband við ritstjórn Frétta og sögðu farir sínar ekki sléttar, þar sem strax var orðið uppselt í allar ferðir á fimmtudegi og föstu­degi fyrir verslunarmannahelgina og einnig eftir helgina. Einn viðskiptavinur hafði hringt strax klukkan […]

Mikill fjöldi á stofnfundi kom á óvart

Á hlaupársdag, miðvikudaginn 29. febrúar, var haldinn stofnfundur fyrir stjörnufræði- eða skoðunarfélag hér í Vestmannaeyjum. Á fundinum kom fram mikill áhugi því 16 manns mættu og samþykktu að stofna félag um þetta áhugamál og blása til stofnaðalfundar um málið á jafndægrum, þriðjudaginn 20. mars í Safnahúsinu og voru þrír kosnir til að undirbúa fundinn, þeir […]

Er verið að breyta Kastljósi í áróðursmálaráðuneyti?

Er verið að breyta Kastljósi RÚV í einhvers konar áróðursmálaráðuneyti ? Þar voru í fyrradag eru tekin fyrir viðskipti Hugins ehf. við About fish, eins og áhorfendur sáu og heyrðu. Því var haldið fram að við hefðum hætt í viðskiptum við About fish vegna einhvers konar misferlis eða undirverðlagningar sem ætti rætur að rekja til […]

Afhendingu á viðurkenningu frestað

Vegna flugófærðar verður fyrirhuguðu hófi ÍBV íþróttafélags í tengslum við fyrirmyndarfélag ÍSÍ frestað um óákveðin tíma. ÍBV íþróttafélag biður velunnara sína afsökunar á þessu. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.