Sjö stelpur á landsliðsæfingum um síðustu helgi

Alls voru sjö handboltastelpur frá ÍBV á landsliðsæfingum í handbolta um síðustu helgi. Þær Drífa Þorvaldsdóttir og Berglind Dúna Sigurðardóttir voru á æfingum með U-18 ára landsliðinu en Drífa er örvhent skytta og Berglind markvörður. Þá voru fimm stelpur á æfingum hjá U-16 ára landsliðinu, sem Eyjakonan Unnur Sigmarsdóttir þjálfar ásamt Díönu Guðjónsdóttur. (meira…)

Góður gestur kom um borð

Það er alltaf gaman að skoða heimasíður hinna ýmsu skipa, sem er á veiðum, vítt og breitt í kringum landið. Heimasíða Huginsmanna er ein af þeim síðum, sem vel er haldið úti og þar birtast oft skemmtilegar fréttir, og ekki síður skemmtileg sjónarhorn á lífið og tilveruna. Í síðustu færslum þeirra Huginsmanna segja þeir að […]

Aflaverðmæti �?órunnar Sveinsdóttur VE 401 komið í einn milljarð frá áramótum

Þegar Þórunn Sveinsdóttir VE 401 kom til Eyja á síðasta hausti, sagði Sigurjón Óskarsson, útgerðarmaður að stefnan væri að fiska fyrir einn milljarð á fyrsta rekstrarári skipsins. Nú er tæpt ári síðan skipið kom nýtt til Eyja og aflaverðmætið er komið í einn milljarð króna. Þetta kemur fram í Fiskifréttum sem voru að detta inn […]

Yngvi áfram með ÍBV

Yngvi Borgþórsson mun leika áfram með ÍBV næsta sumar en þessi reynslumikli leikmaður hefur verið mikilvægur hlekkur í leikmannahópi ÍBV þótt mínútunum inn á vellinum hafi fækkað. Yngvi framlengdi samningi sínum um eitt ár en þess má til gamans geta að í sumar var stofnaður stuðningsmannaklúbbur Yngva Bor, honum til heiðurs. Frá þessu er greint […]

ÍBV fær 3.6 milljónir til barna og unglingastarfs

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2010/2011 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga. Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2011 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 43 milljónir króna í sinn […]

Héraðsfréttablöðin halda sínum hlut og vel það

Í yfirliti sem Hagstofan hefur birt, kemur fram að á Íslandi eru gefin út 2 dagblöð og 21 vikublað. Heildarútbreiðsla dagblaðanna eru 130 þúsund eintök en vikublaðanna 231 þúsund eintök. Útbreiðsla dagblaðanna dróst saman um 8 þúsund eintök á síðasta ári ein jókst hjá vikublöðunum um 161 þúsund eintök. Kemur þar til að tvo fríblöð […]

Eyjamenn komnir áfram í bikarnum

Karlalið ÍBV er komið í 16 liða úrslit Eimskipsbikarsins eftir 28:29 sigur á Víkingum í Víkinni í kvöld. Leikurinn var bráðfjörugur og mjög spennandi en Víkingar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13. Pétur Pálsson, línumaðurinn sterki var atkvæðamestur hjá ÍBV, skoraði níu mörk en undir lokin varði Kolbeinn Arnarson, markvörður ÍBV mikilvægt skot sem […]

�?ór kominn til heimahafnar

Nýtt og glæsilegt varðskip Íslendinga, Þór var að leggjast að bryggju nú rétt í þessu. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar festi landfestar og gekk svo fyrstur um borð. Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ og TF-LÍF sveimuðu yfir á meðan skipið sigldi inn. Eyjamenn tóku vel á móti nýja skipinu, bæjarbúar fjölmenntu á bryggjuna og skotið var úr […]

Dragan Kazic áfram aðstoðarþjálfari

Dragan Kazic hefur verið endurráðin sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Dragan kom fyrst til félagsins fyrir tímabilið 2010 og hefur verið aðstoðarjálfari meistaraflokksins við góða orðstír. Þetta verður því þriðja tímabil Dragans hjá félaginu. Dragan er með UEFA A þjálfararéttindi og mun starfa við hlið Magnúsar Gylfasonar, en þeir félagar hefja formlega störf saman um mðjan […]

Varðskipið �?ór til Eyja í dag

Nýtt og glæsilegt varðskip Íslendinga, Þór, er væntanlegt til Vestmannaeyja í dag, miðvikudaginn 26. október. Skipið verður til sýnis milli klukkan 14:00 og 20:00 og eru alli velkomnir um borð. Það er vel við hæfi að fyrsta höfn hins nýja varðskips sé í Vestmannaeyjum, þar sem fyrsta varðskip landsins var í eigu Eyjamanna. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.