Í yfirliti sem Hagstofan hefur birt, kemur fram að á Íslandi eru gefin út 2 dagblöð og 21 vikublað. Heildarútbreiðsla dagblaðanna eru 130 þúsund eintök en vikublaðanna 231 þúsund eintök. Útbreiðsla dagblaðanna dróst saman um 8 þúsund eintök á síðasta ári ein jókst hjá vikublöðunum um 161 þúsund eintök. Kemur þar til að tvo fríblöð á höfuðborgarsvæðinu hófu vikulega útkomu og fjölgun varð á svokölluðum héraðsfréttablöðum.