�??�?ingmennirnir komnir fram�??

Þingmenn Suðurkjördæmis, sem auglýst var eftir í heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu, eru komnir í leitirnar og ætla að funda með bæjarfulltrúum í Vestmannaeyjum og íbúum sem vilja stuðla að bættum samgöngum til og frá Eyjum eftir helgi. Fundurinn verður lokaður. Þetta kemur fram á www.mbl.is. (meira…)
Opnun Landeyjahafnar hefur mikil áhrif í Eyjum

Opnun Landeyjahafnar hefur mikla þýðingu fyrir Eyjamenn enda sáu íbúar bæjarins glögg merki þess að höfnin var opnuð á ný því ferðamönnum fjölgaði um leið, svo um munaði. Sem dæmi eru í dag í Eyjum 174 breskir skólakrakkar á vegum ferðaskrifstofunnar Iceland Excursions og von er á fleirum næstu vikur. (meira…)
Af týndum þingmönnum og vanda Landeyjahafnar

Vandamál Landeyjahafnar eru þekkt. Höfnin er byggð á sandströnd og dýpi því ekki nægt fyrir djúpristar ferjur. Þetta var vitað. Það vandamál hefur hinsvegar undið upp á sig þar sem ferjan sem valin var til siglinga (Herjólfur) er vægast sagt óheppileg og dýpkunarskipið sem fengið var til verksins hefur ekki staðið undir væntingum. Þar að […]
Ísfélagið semur við Tölvun um hýsingarþjónustu

Tölvun hefur samið við Ísfélag Vestmannaeyja um hýsingarþjónustu til næstu 3ja ára. Samningurinn felur í sér að Tölvun mun leigja Ísfélaginu aðgang að vélasal Tölvunar, sem innifelur aðgengi að netþjónamiðju og miðlægri diskageymslu ásamt afritun. (meira…)
Einn fékk að sofa úr sér í fangaklefa

Það var ýmislegt sem kom inn á borð lögreglu í vikunni sem leið en engin alvarleg mál. Helgin fór ágætlega fram og lítil sem engin vandræði í kringum skemmtistaði bæjarins. Einn fékk að gista fangageymslur lögreglu um helgina en hann hafði verið ölvaður og með óspektir á almannafæri og því ekki annað að ræða en […]
Aflaskipið í slipp

Aflaskipið Sigurður VE-15 hefur verið í slipp í Reykjavík. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja, sagði að skipið hefði verið tekið í slipp vegna hefðbundins viðhalds en ekki til breytinga. Sigurður VE er kominn á sextugsaldurinn en hann var smíðaður í Bremerhaven í Þýskalandi árið 1960 en hefur mikið verið breytt síðan. (meira…)
Sigur í Garðabæ í hörkuleik

ÍBV lagði Stjörnuna að velli í Garðabænum í dag í 1. deild karla í handbolta en lokatölur urðu 28:31. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en Eyjamenn höfðu þó undirtökin. Eyjamenn eru því komnir með þriggja stiga forskot á ÍR, sem er í öðru sæti. ÍBV er með fullt hús stiga, átta stig eftir […]
Brú til Vestmannaeyja.

Þegar ég hef verið að ræða við fólk um hugmynd mína um að byggja brú frá landi til Vestmannaeyja, þá hafa sumir sagt að ég sé ruglaður, aðrir sagt að það sé ekki hægt, nokkrir álíta að Eyjamenn vilja ekki tengingu við land. Hver svo sem ástæðan er þá eru margir sem telja að þessi […]
Eyþór Helgi aftur í ÍBV

Í gær skrifaði knattspyrnumaðurinn Eyþór Helgi Birgisson undir tveggja ára samning hjá ÍBV. Eyþór Helgi þekkir ágætlega til hjá ÍBV en hann var lánaður til ÍBV frá HK sumarið 2009 og lék með liðinu í efstu deild það sumar og í fyrra. Hann sneri hins vegar aftur til HK fyrir nýliðið tímabil og lék með […]
Réttlæti fyrir suma, kann að vera óréttlæti fyrir aðra

Réttlæti getur verið svolítið afstætt hugtak. Það hefur t.d. verið tilkynnt, skera þurfi niður framlög í jöfnunarsjóð sveitarfélaga um milljarð, þar sem greiða þurfi niður skuldir eins sveitarfélags á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarstjórn í því sveitarfélagi fór í heimskulega stórveldisdrauma, byggði og framkvæmdi án þess að nokkur glóra væri í þeim. Og nú þurfa sveitarfélögin á landsbyggðinni […]