ÍBV lagði Stjörnuna að velli í Garðabænum í dag í 1. deild karla í handbolta en lokatölur urðu 28:31. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en Eyjamenn höfðu þó undirtökin. Eyjamenn eru því komnir með þriggja stiga forskot á ÍR, sem er í öðru sæti. ÍBV er með fullt hús stiga, átta stig eftir fjóra leiki en ÍR er með fimm stig eftir jafn marga leiki. Eyjamenn virðast því ætla að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins fyrir mót en ÍBV var spáð efsta sætinu.