Evrópusætið er Eyjamanna

Það var ekki hægt annað en að samgleðjast Grindvíkingum eftir sigur þeirra á ÍBV á Hásteinsvelli í dag. Grindvíkingar þurftu nauðsynlega sigur til að halda sér í deildinni og sigur höfðu þeir 0:2 en bæði mörkin komu á síðustu tíu mínútum leiksins. Eyjamenn voru um leið nærri búnir að missa Evrópusætið til Stjörnunnar en Stjarnan […]

Stelpurnar spila klukkan 17:00

Leikur ÍBV og Gróttu í 1. umferð N1 deildar kvenna fer fram klukkan 17:00 í dag. Leikurinn átti upphaflega að fara fram klukkan 12:00 en þar sem Baldur sigldi ekki fyrstu ferð í dag, þá komst Gróttuliðið né dómarapar leiksins til Eyja í tæka tíð. Eyjaliðið hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök og verður […]

Baldur siglir í dag

Nú er óveðrinum að ljúka og ölduhæð við Landeyjahöfn er að lækka. Búið er að taka ákvörðun þess efnis að Baldur muni sigla í dag en skipið fór ekki í morgunferðina. Skipið fer í fyrst ferð frá Eyjum klukkan 11:30, 16:00 og 20:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 13:00, 19:00 og 21:30. (meira…)

Fjórtán milljóna króna leikur

Síðasta umferð Pepsídeildar karla fer fram í dag, laugardag klukkan 14:00 en þá tekur ÍBV á móti Grindavík á Hásteinsvelli. Það er ekki lítið í húfi því Grindvíkingar eru í fallsæti og þurfa helst öll þrjú stigin til að eiga von um að halda sæti sínu í deildinni. Það er ekki minna undir hjá ÍBV […]

Leik ÍBV og Gróttu frestað

Í dag klukkan 12:00 átti kvennalið ÍBV að leika sinn fyrsta leik á þessu tímabili í N1 deildinni þegar Grótta átti að koma í heimsókn. Hins vegar er ljóst að leikurinn mun ekki hefjast klukkan 12:00 þar sem Baldur sigldi ekki milli lands og Eyja í morgun. (meira…)

Baldur fer ekki í fyrramálið

Ölduspá fyrir morgundaginn, laugardagsmorgun, er með þeim hætti að ákveðið hefur verið að fella niður fyrstu ferðir Baldurs frá Vestmannaeyjum kl 8:00 og frá Landeyjahõfn kl 10:00. Sem fyrr er óvissa með siglingar Baldurs laugardaginn 1. október vegna ölduhæðar og mun verða tekin ákvörðun um aðra ferð Baldurs klukkan 10 en skipið á að sigla […]

Christiansen áfram hjá ÍBV

Danski varnarmaðurinn Rasmus Christiansen skrifaði nú rétt í þessu undir árs framlengingu á samningi sínum hjá ÍBV. Þessi geðþekki miðvörður hefur verið lykilmaður Eyjaliðsins síðan hann kom til liðs við ÍBV í fyrra en hann og Eiður Aron Sigurbjörnsson mynduðu eitt sterkasta miðvarðarpar deildarinnar. Þetta er því góð tíðindi fyrir Eyjaliðið, sem tekur á morgun […]

honum lítinn öngul

svo veiðistöng og síðan spurði ég hann hvar hann ætlaði að veiða. Hann sagðist ætla að veiða í vatninu og þá sagði ég honum að hann þyrfti að bát og seldi honum plastbát með 40 hestafla utanborðsmótor. Þá sagði maðurinn að hann gæti aldrei flutt bátinn á Daihatsuinum sínum svo að ég fór með hann […]

Sölumaðurinn af guðs náð

Nemandi í samvinnuskólanum á Bifröst sótti um vinnu sem afgreiðslumaður í verslun út á landi. Þetta var svona alvöru kaupfélagverslun þar sem hægt að var fá allt milli himins og jarðar. Verslunarstjóranum leist vel á unga manninn þótt hann væri óreyndur og ákvað að ráða hann til reynslu. Hann sagði unga manninum að mæta næsta […]

A.m.k. þrjár ferðir falla niður í dag

Vegna ölduhæðar er nauðsynlegt að fella einnig niður þriðju ferð Baldurs frá og til Eyja í dag föstudag 30. sept. Einnig er rétt að geta þess að útlitið með fjórðu og síðustu ferð Baldurs í dag er því miður líka slæmt og verður ákvörðun um hana tekin á næstu klukkustundum. Þeir farþegar sem áttu bókað […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.