Í dag klukkan 12:00 átti kvennalið ÍBV að leika sinn fyrsta leik á þessu tímabili í N1 deildinni þegar Grótta átti að koma í heimsókn. Hins vegar er ljóst að leikurinn mun ekki hefjast klukkan 12:00 þar sem Baldur sigldi ekki milli lands og Eyja í morgun.