Bregðast við lausagöngu búfjár

Er fram kemur í fundargerð frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs sl. mánudag, þá hefur nokkuð borið á lausagögnu sauðfjár í Vestmannaeyjum undanfarna mánuði og í nokkrum tilfellum hafa lausar kindur valdið skemmdum í görðum. Sveitarfélagið hefur hafið undirbúning aðgerða til að beita þeim heimildum sem það hefur skv. lögum (sekt, leyfissviptingu eða ráðstöfun) til að […]
Aðstæður erfiðar við strenginn

Straumar og öldur hafa verið að gera viðgerðarmönnum Landsnets lífið leitt á viðgerðarstað Vestmannaeyjalínu 3. Aðstæður á hafsbotninum hafa verið erfiðar og þeir ekki enn náð að hreinsa ofan af gamla strengnum. Hreinsa þarf um 150 metra til að strengurinn skemmist ekki þegar honum er lyft upp úr sjónum. Pramminn, Henry P Lading, fór út […]
Strandveiðar stöðvaðar

Öll strandveiðileyfi féllu niður í dag þegar strandveiðar voru stöðvaðar, miðvikudaginn 12. júlí 2023. Skipi sem er með strandveiðileyfi verður því heimilt að halda til veiða í dag af því gefnu að það hafi verið með veiðileyfi áður það fékk strandveiðileyfi. Strandveiðileyfi felur ekki í sér almennt veiðileyfi þannig að ef skip var í núllflokki […]
Bárustígur málaður í regnbogalitum

Í dag, miðvikudaginn 12. júlí, verður hafist handa við að mála Bárustíginn frá gatnamótum Vesturvegs og Bárustígs að gatnamótum Strandvegar og Bárustígs í regnbogalitum, í anda regnbogafánans og í tilefni Hinsegin daga. Meðan á málun stendur verður Bárustígurinn lokaður fyrir akandi umferð frá kl. 8:00 til 19:00. Málningarvinnan hefst kl. 9:30 og er Vestmannaeyingum og […]
Heilbrigðiskerfið svarar ekki neyðarkalli úr Eyjum

Undirmannað er í Eyjum og álagið mikið segja yfirlæknar heilbrigðisstofnunarinnar þar í viðtali sem birtist á vef læknablaðsins í dag. Þeir óttast að enn verði þrengt að þjónustunni þar sem erfiðlega gengur að ráða lækna, bæði sem launamenn og verktaka. Annar þeirra hefur nú sagt starfi sínu lausu. „Þá var ég í vinnu eða á […]
Saxófónn Stebba skó í góðum höndum

„Rétt fyrir tónleika okkar á föstudag afhentu Gísli og Góa okkur í Lúðrasveitinni saxófón Stebba Skó. Óskar Pétur smellti af mynd við tækifærið,“ segir Jarl Sigurgeirsson, stjórnandi sveitarinnar. „Stefán Sigurjónsson skósmiður eða Stebbi Skó var stjórnandi og félagi Lúðrasveitarinnar um árabil. Hann lést á síðasta ári eftir baráttu við Parkinson sjúkdóminn. Hann var holdgerfingur lúðrasveitarinnar og […]
Ótvíræður árangur í loftslagsmálum

Sjávarútvegur hefur náð markvissum árangri í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda undanfarin ár og er langstærsti hluti þess samdráttar vegna minni olíunotkunar í sjávarútvegi. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi SFS. Á undanförnum árum hefur olíunotkun verið um 40% minni en hún var að jafnaði á fyrsta áratug þessarar aldar og nær helmingi minni en hún […]
Roland Eradze hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari

Roland Eradze hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla ÍBV í handbolta. Ásamt því að aðstoða Magnús mun Roland einnig sjá um markmannsþjálfun og yngri flokka þjálfun hjá félaginu. Roland er gríðarlega reynslumikill, fyrrum landsliðsmarkmaður Íslands en hann spilaði handbolta á sínum tíma með Val, Stjörnunni og einnig ÍBV! Þá Roland verið þjálfari hjá Stjörnunni, FH […]
Hvað fer vel með íslenskum fisk? Íslensk náttúra

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa tekið höndum saman um að markaðssetja íslenskt sjávarfang til erlendra ferðamanna hér á landi í þeim tilgangi að auka neyslu þeirra á sjávarafurðum á meðan á dvöl þeirra stendur. Herferðin kallast, Icelandic Nature – It Goes Great With Fish. Í auglýsingum sem beint er að ferðamönnum er boðið upp á einstaka matarpörun: […]
Langa mun framleiða kollagen

Langa ehf. opnar kollagenverksmiðju í næsta mánuði þar sem framleitt verður kollagen úr fiskroði, er segir á vef Fiskifrétta Viðskiptablaðsins. Unnið verður úr 100 til 150 tonnum af roði á mánuði, þ.e. 1.200 til 1.800 tonnum á ári og mun roðið koma bæði frá fiskvinnslum í Eyjum en líka ofan af landi. Undirbúningurinn að verkefninu […]