Styrkja sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu í dreifðum byggðum

HSU007

Starfshópur sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að gera tillögur um leiðir til að jafna aðgang að ýmis konar sérfræðiþjónustu á heilbrigðissviði óháð búsetu hefur skilað niðurstöðum sínum. Tillögur hópsins snúa einkum að því hvernig nýta megi heimildir í lögum um Menntasjóð námsmanna til að beita tímabundnum ívilnunum við endurgreiðslu námslána, til að styrkja mönnun […]

Þakka fyrir höfðinglegar móttökur

Stjórn Hollvinasamtakana og áhöfn safnskipsins Óðins þakka Vestmannaeyingum fyrir höfðinglegar móttökur á Goslokahátíð 3. og 4. júlí s.l. Mikill fjöldi fólks heimsótti skipið og sýndu þessu 63 ára gamla skipi með svo mikla sögu að baki, mikinn áhuga. Er einstöku starfi sjálfboðaliða að þakka sem hafa gert Óðinn haffæran á ný. Stjórnendum Ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar […]

Stórtónleikar LV stóðu undir nafni

Stórtónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja ásamt fjölda annarra flytjenda í Íþróttamiðstöðinni í gærkvöld, föstudaginn 7. júlí, stóðu sannarlega undir nafni. Auk lúðrasveitarinnar komu þar fram frábærir söngvarar á borð við Júníus Meyvant (Unnar Gísla Sigurmundsson), Söru og Unu, Sæþór Vídó, Helga Björns, Jónsa og Siggu Guðna. Auk þeirra Karlakór Vestmannaeyja, Kvennakór Vestmannaeyja og kór Landakirkju. Fram kom […]

David James á Eyjunni

David James. Ljósmynd: ÍBV.

Markvörðurinn David James verður heiðursgestur á leik ÍBV og Fram í Bestu deild karla á laugardaginn. Leiknum verður flautað í gang klukkan fjögur á Hásteinsvelli. Í ár eru liðin tíu ár frá því að David spilaði með ÍBV á tímabilinu 2013. David er fyrrum markvörður enska landsliðsins og einn leikjahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.   Ljósmynd: […]

Fyrsta hraðhleðslustöðin í Vestmannaeyjum

Fyrsta hraðhleðslustöðin fyrir rafmagnsbíla var opnuð í gær við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Einnig var sett upp hleðslustöð við Ráðhús og Bókasafn. Með þessu þarf vonandi enginn að vera með hleðslukvíða við komu til Vestmannaeyja enda bærinn kjörinn fyrir notkun rafmagnsbíla og leiðin á milli Reykjavíkur og Landeyjahafnar nokkuð greiðfær fyrir flesta rafbílaeigendur. Hraðhleðslan við Íþróttamiðstöð er […]

Þór tók strandveiðibát í tog

Í morgun óskaði strandveiðibátur eftir aðstoð vegna vélarbilunar en hann var á veiðum undan Vestmannaeyjum. Áhöfn björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Þórs í Vestmannaeyjum var ræst út og hélt Þór úr höfn rétt fyrir níu í morgun. Björgunarskipið Þór er annað af nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem afhent hafa verið, en það þriðja verður afhent í haust. […]

Eyjamenn lesa Eyjafréttir

Áskriftin á litlar 1.300 krónur.

Á myndinni má sjá Ómar Garðarsson, einn ritstjóra Eyjafrétta, haldandi á nýjasta tölublaðinu. Í tilefni að fimmtíu ár séu liðin frá lokum eldsumbrota á Heimaey þá er þema blaðsins bærinn sem reis úr öskunni. Ómar hefur ritað þúsundir greina. Hann, Atli Rúnar og Guðni Einarsson eru einir reynslumestu blaðamenn landsins og eru allir með greinar í […]

Emmsjé Gauti með ábreiðu keppni af Þúsund hjörtu

Emmsjé Gauti stendur fyrir Cover laga keppni Þjóðhátíðarlagsins og reglurnar eru einfaldar – flytja Þjóðhátíðarlagið hans „Þúsund hjörtu“ og leyfilegt er að flytja það hvernig sem fólk vill. Eina sem þarf að gera er að taka myndband af sér að spila lagið (eða bút úr því) og setja í story á Instagram eða á TikTok, […]

Upplýsingaskilti við Stórhöfða afhjúpað

Marinó Sigursteinsson, betur þekktur sem Mari pípari, er skiltakarl Vestmannaeyja eins og Kári Bjarnason orðaði það í aðfaraorðum sínum. Tilefnið var afhjúpun skiltis, á þriðjudeginum 4. júlí, um fuglamerkingar Óskar Sigurðssonar í Höfðanum þar sem áhugasamir geta lesið um hið einstæða afrek Óskars og hvaða aukna þekkingu það hefur fært okkur um þá fugla sem […]

Eyjapistlarnir ógleymanlegu og Eyjalögin

Í kvöld kl. 20:00 verður dagskrá í Eldheimum, Gísli Helgason og  Eyjapistlarnir ógleymanlegu. Þar ætlar Gísli segja frá Eyjapistlunum og spila brot úr þeim auk þess að koma fram með föruneyti valinna tónlistarmanna og flytja lögin sín og annara ástsælla Eyjamanna. Með honum í liði eru Unnur og Simmi, Hafsteinn Guðfinnsson, Þórarinn Ólason, Herdís Hallvarðsdóttir […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.