Heimgreiðslur tekjutengdar að hámarki 220.000 kr
9. nóvember, 2023
Á fundi fræðsluráðs á mánudaginn sl. var annars vegar rætt um breytingar á reglum um heimgreiðslur og hins vegar heildarendurskoðun á gjaldskrá og reglum leikskóla.

Á 374. fundi samþykkti meirihluti fræðsluráðs að hækka heimgreiðslur úr 110.000 kr. í allt að 220.000 kr. á mánuði við upphaf næsta fjárhagsárs og var skólaskrifstofu falið að endurskoða reglur með tilliti til breyttra forsendna. Endurskoðaðar reglur um heimgreiðslur með frekari útfærslu voru lagðar fram.

Á sama fundi óskaði fræðsluráð Vestmannaeyja eftir endurskoðun á gjaldtöku í leikskóla miðað við aldursviðmið og mismunandi kostnað aldurshópa. Jafnframt samþykkti ráðið enn frekar í 7. máli 376. fundar að farið yrði í heildarendurskoðun á gjaldtöku og reglum leikskóla skv. beiðni skólaskrifstofu.

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir vinnuskjal með tillögum að breytingum á gjaldtöku fyrir ákveðna aldurshópa. Jafnframt fór hann yfir tillögur að breytingum á innritunar- og innheimtureglum.

Niðurstaða
Endurskoðaðar reglur um heimgreiðslur og þær útfærslur sem þar koma fram voru samþykktar með þremur atkvæðum meirihluta E og H lista gegn tveimur atkvæðum minnihluta D lista.

Bókun fulltrúa D lista:
Undirritaðar hafa efasemdir um hugmyndir og útfærslu fulltrúa meirihlutans um hækkun og tekjutengingu heimgreiðslna. Með því fyrirkomulagi mun hópur foreldra eiga rétt á minni og jafnvel engum heimgreiðslum ólíkt því sem er í dag á meðan annar hópur mun eiga rétt á umtalsvert hærri heimgreiðslum. Þannig vinnur ákvörðunin gegn upphaflegum markmiðum heimgreiðslna að hvetja alla þá foreldra sem hafa möguleika á að dvelja lengur heima með ungabörnum sínum og draga úr eftirspurn eftir leikskólavist fyrir yngstu börnin. Undirritaðar telja að aðgerðin muni að öllum líkindum kosta sveitarfélagið meira þegar upp er staðið og ekki ná markmiðum sínum. Að öðru leyti vísum við í fyrri bókun um málið frá 374. fundi fræðsluráðs.

Bókun fulltrúa E og H lista:
Hækkun heimgreiðslna er aðgerð til þess að tryggja val um úrræði fyrir börn og foreldra að loknu fæðingarorlofi. Tölulegar upplýsingar liggja fyrir um aukna þörf á nýjum leikskólaplássum á næstu tveimur árum. Þessi útfærsla á hækkun heimgreiðslna er tímabundin aðgerð í eitt ár. Markmiðið er að koma til móts við foreldra og um leið að kanna hvort greiðslurnar stuðli að ákveðnu jafnvægi þegar kemur að eftirspurn eftir leikskólaplássum. Það er mikilvægt að heimgreiðslur séu raunverulegt val fyrir foreldra sem hafa þess kost að vera lengur heima með ungum börnum sínum, tekjutenging er þar mikilvæg til að stuðla að því að fleiri hafi þetta val. Það er fjárhagslega hagkvæmt fyrir sveitarfélagið að fara blandaða leið, þ.e. með heimgreiðslum og fjölgun leikskólaplássa. Gert er ráð fyrir að kostnaður verði svipaður og hann er nú við þessa nýju nálgun við heimgreiðslur, samkvæmt áætlunum skólaskrifstofu. Ekki er hægt að segja til um hvort að þetta úrræði mun ná þeim markmiðum sem því er ætlað, nema með því að láta á það reyna í eitt ár og endurmeta stöðuna að því loknu.

Bókun fulltrúa D lista:
Tilgangur heimgreiðslna hlýtur að vera að reyna að draga úr eftirspurn eftir leikskólaplássum hjá börnum allra foreldra en ekki bara hinna tekjulægri. Með tekjutengingu er því fyrst og fremst verið að hvetja þá tekjulægri til að fresta leikskólagöngu ungra barna sinna. Það teljum við umhugsunarvert og ganga gegn upphaflegum tilgangi heimgreiðslna.

Málinu er þá vísað til bæjarráðs til frekari afgreiðslu.

Fundargerð.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst