Í tilkynningu frá Herjólfi kemur fram að silgt verði fulla áætlun til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag og út laugardag amk.
Áætlað er að Álfsnes hefji dýpkun að nýju seinnipartinn í dag.
Fimmtudagur 9.nóvember
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00 17:00, 19:30, 22:00.
Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 18:15, 20:45, 23:15.
Föstudagur 10.nóvember
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 14:30, 17:00, 19:30, 22:00.
Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 15:45, 18:15, 20:45, 23:15.
Laugardagur 11.nóvember
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 14:30, 17:00, 19:30, 22:00.
Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 15:45, 18:15, 20:45, 23:30.
* Ath – Síðasta ferð dagsins frá Landeyjahöfn seinkar um 15 mínútur þar sem hinkrað verður eftir nemendum GRV sem eru að keppa í Skrekk.
Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar sem ætla sér að ferðast með okkur á sunnudag og mánudag að spá gerir ráð fyrir hækkandi ölduhæð í Landeyjahöfn. Hvetjum við því farþega til þess að fylgjast vel með miðlum okkar ef gera þarf breytingu á áætlun.
Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir faratæki í annarri hvorri höfninni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst