Shellmótsgestir streyma til Eyja

Sumarið er tími viðburða í Vestmannaeyjum. Þegar einum lýkur tekur annar við. Einn af föstu póstum hvers sumars er Shellmótið og siglir Herjólfur þessa dagana fullur af fólki til Eyja, hverja ferðina á fætur annarri með gesti mótsins. Shellmótið hefst á morgun, fimmtudag, og hefjast leikirnir kl. 8.20. Leikið verður á Hásteinsvelli, Helgafellsvelli, Þórsvelli og […]

Sigur sóttur á Hlíðarenda

ÍBV er komið í 8 liða úrslit Valitorsbikarsins eftir 3-2 sigur á Val. Strax á upphafsmínútum leiksins skoraði Tryggvi Guðmundsson flott mark og hann var aftur á ferðinni skömmu síðar, eftir að skot frá Ian Jeffs fór í hann og í netið. Markheppni þessa bráðum fertuga leikmanns er með ólíkindum Og Ian Jeffs skoraði svo […]

ÍBV fer á Hlíðarenda í kvöld í bikarkeppninni

Í kvöld kl. 18.00 hefst leikur Vals og ÍBV í 16 liða úrslitum Valitor bikarkeppninnar. Verður leikið á Vodafone vellinum að Hlíðarenda, sem væntanlega verður heimavöllur ÍBV næsta sumar, verði ekki byggð áhorfendastúka í Eyjum. Alls hafa þessi lið leikið 81 leik innbyrðis í opinberum mótum. Fyrsti leikur milli þessar liða fór fram 25. september […]

Undirbúningur að goslokahátíðinni langt kominn

Nú er dagskrá goslokahátíðarinnar klár og ætti að berast inn á öll heimili í Vestmannaeyjum fyrripartinn í næstu viku. Dagskráin verður jafnframt gerð aðgengileg á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar auk annarra fréttamiðla í Eyjum. Hljómsveitin Dans á rósum hefur samið goslokalag, og ætti það að heyrast á öldum ljósvakans fljótlega. (meira…)

Mjallhvít og dvergarnir sjö

Leikhópurinn Lotta sýnir glænýtt íslenskt leikrit um Mjallhvíti og dvergana sjö á Stakkó í Vestmannaeyjum mánudaginn 27. júní klukkan 18. Þetta er fimmta sumarið sem Leikhópurinn Lotta setur upp útisýningu en síðastliðin sumur hefur hópurinn tekist á við Hans klaufa, Rauðhettu, Galdrakarlinn í Oz og Dýrin í Hálsaskógi. (meira…)

Í ýmsu að snúast hjá lögreglunni

Lögreglan hafði í mörg horn að líta í síðustu viku en óvanalega mikið af slysum voru tilkynnt til lögreglu. Þá var nokkuð að snúast í kringum skemmtistaði bæjarins í vikunni enda frídagar margir í vikunni. (meira…)

Sjórinn stútfullur af aflóga, eldgömlum bölum á strandveiðum

Góðan dag yndislega fólk, þetta er búið að ganga vel hjá okkur á makrílnum og erum við búnir að fylla afturlestina í þessum túr og byrjaðir á þeirri fremri. – En góðverk dagsins var að koma til hjálpar litlum bát, sem verið var að ferja milli strandveiðikerfa. Sem sagt milli vesturs og austurs með tilheyrandi […]

Allt á fullum svíng

Jæja nú snýst allt á fullu í Eyjum. Makríllinn flæðir í vinnslurnar. Humar og botnfiskur flæðir líka. Jon Vídalín er í landi með fullfermi af karfa, um 120 tonn. Brynjólfur er að landa humri og fiski. Drangavík væntanleg í dag með fullt skip um 80 tonn. Og vaktir í makrílnum hjá VSV, Ísfélagi og Godthaab. […]

Að dreifa eymdinni sem jafnast

Eftir að hópur hagfræðinga gaf frumvarpi sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnuninni falleinkunn er viðkvæðið í stjórnarliðinu, einkum hjá þingmönnum og ráðherrum Vinstri grænna, að málið snúist um „fleira en hagfræði“. Með því er í raun verið að segja að ekki eigi að reka sjávarútveg á Íslandi með hagkvæmasta mögulega hætti. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.