ÍBV er komið í 8 liða úrslit Valitorsbikarsins eftir 3-2 sigur á Val. Strax á upphafsmínútum leiksins skoraði Tryggvi Guðmundsson flott mark og hann var aftur á ferðinni skömmu síðar, eftir að skot frá Ian Jeffs fór í hann og í netið. Markheppni þessa bráðum fertuga leikmanns er með ólíkindum Og Ian Jeffs skoraði svo 3ja mark ÍBV eftir sendingu frá varnarmanninum Eiði Sigurbjörnssyni sem kominn var í sóknina, og hálftími liðinn af leiknum. Yfrburðir ÍBV voru miklir og allt stefndi í sigur, jafnvel stórsigur.