Vinir Sjonna í Höllini um hvítasunnuna

Súpergrúbban Vinir Sjonna, þeir Hreimur, Viggi, Gunni, Matti, Pálmi og Benni, skemmtir gestum Hallarinnar um Hvítasunnuna, nánar tiltekið hefur hún leik eftir miðnætti á Hvítasunnukvöld. Lokahóf SJÓVE verður haldið i Höllinni á Hvítasunnukvöld, þ.a. það ætti að vera orðið rúmlega ballfært þegar húsið opnar á miðnætti. Peyjarnir slógu í gegn í aðdraganda Eurovision forkeppninnar hér […]

Arðbærni og þjóðhagslegri hagkvæmni sjávarútvegsins varpað fyrir róða

Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar lýsir þungum áhyggjum yfir frumvörpum ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um stjórn fisveiða. Ef frumvörpin taka gildi munu þau koma harkalega niður á allri íslensku þjóðinni þar sem arðbærni og þjóðhagslegri hagkvæmni sjávarútvegsins er varpað fyrir róða. Íslenskur sjávarútvegur er sjálfbær og er Ísland eina þjóðin sem getur státað af sjávarútvegi sem er […]

Mótmæla frumvörpum um fiskveiðistjórnunina

Aðalfundur Sjómannafélagsins Jötuns, haldinn þann 3. júní 2011, mótmælir harðlega framkomnum frumvörpum sjávarútvegsráðherra um fiskveiðistjórnunina og skorar á sjávarútvegsráðherra að draga þau til baka að hluta til. Aðalfundur Sjómannafélagsins Jötuns 2011 telur mjög alvarlegt ef ráðherra eða framkvæmdavaldinu almennt sé gefið víðtækt vald með setningu reglugerða um ýmis mikilvæg atriði. (meira…)

Varpið seint og útlitið ekki gott

Útlitið er ekki gott fyrir lunda- og kríuvarp í ár. Síendurtekinn afkomubrestur hefur orðið síðustu sumur vegna breytinga á lífríkinu í sjónum og hefur umhverfisráðherra biðlað til landeigenda að takmarka eða fella niður eggjatöku og hlunnindaveiðar í sumar vegna lélegs ástands margra sjófuglastofna. „Þetta byrjar frekar endasleppt og maður er nú hálfkvíðinn fyrir sumrinu,“ segir […]

ÍBV sækir �?ór heim í kvöld

Karlalið ÍBV sækir Þór heim í kvöld norður til Akureyrar en leikurinn hefst klukkan 19:15. Eyjamenn hafa spilað feykna vel í síðustu leikjum og eru í öðru sæti Pepsídeildarinnar, aðeins stigi á eftir KR sem er efst. Nýliðum Þórsara hefur hins vegar ekki gengið eins vel í byrjun móts, liðið hefur aðeins unnið einn leik […]

Meta þarf afleiðingar áður en lengra er haldið

Stjórn og trúnaðarráð Drífanda stéttarfélags lýsir miklum áhyggjum yfir þeim hraða og þeirri pressu sem sett er á breytingar á lögum um fiskveiðistjórnunarkerfið. Nauðsynlegt er að meta afleiðingar þessara breytinga á einstök byggðalög og íbúa þeirra áður en lengra er haldið. Ekki hefur verið á nokkurn hátt sýnt fram á samfélagslegan ávinning af þessum breytingum […]

ÍBV eignast nýja rútu

ÍBV- íþróttafélag festi kaup á nýrri og glæsilegri 50 sæta rútu í síðustu viku. Rútan hefur verið merkt ÍBV og styrktaraðilum kaupanna í bak og fyrir og á eflaust eftir að vekja athygli hvert sem hún fer. Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags segir að með kaupunum sé félagið að spara sér umtalsverð útgjöld í leigu […]

�?okkalega róleg sjómannadagshelgi

Það var í mörg horn á líta hjá lögreglu í vikunni sem leið og þá sérstaklega um helgina enda sjómannadagshelgin og mikið um ýmiskonar uppákomur. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram og án teljandi vandræða. Lögreglan þurfti samt sem áður að aðstoða fólk til síns heima sökum ölvunarástands þess. Þá var eitthvað um pústra en einungis […]

Mynd um grálúðuveiðar komin á netið

Á Hátíðarsamkomu sjómanna í Höllinni á laugardaginn frumsýndi Elvar Aron Björnsson heimildamynd sína um grálúðuveiðar en fyrr á þessu ári fóru Vestmannaey VE 444 og Bergey VE 544 á tílemba grálúðuveiðar 50 sjómílur austur af Íslandi. Elvar Aron var að leysa af á Vestmannaey og kvikmyndaði það sem fyrir augu bar. Myndina er nú hægt […]

Ungir sjálfstæðismenn á suðurlandi Vilja efla forvarnir en ekki takmarka sölu tóbaks

Félög ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi fordæma nýja þingsályktunartillögu um að velferðarráðherra vinni 10 ára aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir þar sem sala á tóbaki verði takmörkuð við apótek. Full ástæða er til þess að efla forvarnarstarf varðandi tóbaksnotkun, en það verður ekki best gert með því að vega svo heiftarlega að frelsi einstaklinga líkt og umrædd tillaga […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.