Aðalfundur Sjómannafélagsins Jötuns, haldinn þann 3. júní 2011, mótmælir harðlega framkomnum frumvörpum sjávarútvegsráðherra um fiskveiðistjórnunina og skorar á sjávarútvegsráðherra að draga þau til baka að hluta til. Aðalfundur Sjómannafélagsins Jötuns 2011 telur mjög alvarlegt ef ráðherra eða framkvæmdavaldinu almennt sé gefið víðtækt vald með setningu reglugerða um ýmis mikilvæg atriði.