Það var í mörg horn á líta hjá lögreglu í vikunni sem leið og þá sérstaklega um helgina enda sjómannadagshelgin og mikið um ýmiskonar uppákomur. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram og án teljandi vandræða. Lögreglan þurfti samt sem áður að aðstoða fólk til síns heima sökum ölvunarástands þess. Þá var eitthvað um pústra en einungis ein líkamsárás var kærð til lögreglu. Einnig var eitthvað um kvartanir vegna hávaða frá samkvæmum.