Leggja til bann á lundaveiði næstu ár

Náttúrustofa Suðurlands leggur til að ekki verði leyft að tína svartfuglsegg í Vestmannaeyjum í ár og að engin lundaveiði verði leyfð næstu ár. Hér fyrir neðan má sjá stytta útgáfu af greinargerð og tillögum úr bréfi sem sent var á Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja. (meira…)
Ísfélag Vestmannaeyja hlýtur hvatningarverðlaun Atvinnuþróunarfélags �?ingeyinga

Ísfélagi Vestmannaeyja voru veitt hvatningarverðlaun Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga á aðalfundi félagsins sem nýlega var haldinn á Þórshöfn. Þetta er í tíunda sinn sem verðlaunin eru veitt. Ísfélagið hlaut viðurkenninguna „fyrir öfluga uppbyggingu í grunnatvinnuvegi á svæðinu sem skiptir sköpun um þróun og velferð samfélagsins, eins og segir í verðlaunaskjalinu. “ (meira…)
Leikur ÍBV í beinni á netinu

Í kvöld klukkan 18:00 mun ÍBV mæta Breiðabliki á Kópavogsvellinum en Eyjastúlkur hafa farið einstaklega vel af stað í sumar og eru í efsta sæti eftir tvo 5:0 sigra í upphafi móts, fyrst gegn Þór/KA og síðan gegn Aftureldingu. Blikar hafa hins vegar ekki farið vel af stað og hafa sjaldan verið jafn neðarlega í […]
Meðan fæturnir bera mig

Þann 2.-16. júní næstkomandi stefna þau Signý Gunnarsdóttir, Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Alma María Rögnvaldsdóttir og Guðmundur Guðnason á að hlaupa hringinn í kringum Ísland til styrktar krabbameinsveikum börnum og fjölskyldum þeirra. Í janúar 2010 greindist þriggja ára sonur Sveins og Signýjar með hvítblæði og hefur hann gengið í gegnum strembna lyfjameðferð. Eftir margra mánaða raunir […]
�?órarinn Ingi fer á EM

Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður ÍBV er í íslenska U-21 árs hópnum sem tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins í Danmörku í næsta mánuði. Endanlegur hópur var tilkynntur í höfuðstöðvum KSÍ en þjálfarar liðsins, þeir Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson skáru hópinn niður í 23 leikmenn. Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur verið í æfingahópnum en var ekki […]
Bræður frá Eyjum björguðu tveimur mannslífum á Spáni

Bræðurnir Sindri, Einar Gauti og Daði Ólafssynir unnu mikla hetjudáð þegar þeir komu að björgun tveggja mannslífa nálægt Torrevieja á Spáni fyrr í mánuðinum. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, blaðamaður Frétta settist niður með Sindra sem sagði henni frá þessum atburði. (meira…)
Minntust giftursamlegrar björgunar áhafnarinnar á Glað VE

Á dögunum fór hópur Eyjamanna, 23 talsins til Grimsby til að minnast giftursamlegrar björgunar áhafnarinnar á Glað VE 11. apríl 1954. Áhafnarmeðlimir á Glað komust í gúmmíbjörgunarbát og voru 22 klukkustundir í bátnum en var að lokum bjargað af enska togaranum Hull City og fluttir aftur til Vestmannaeyja þar sem miklir fagnaðarfundir urðu á bryggjunni. […]
Vor við sæinn �?? Minningartónleikar um Oddgeir

Langflestir tónlistarmenn í Eyjum standa að tónleikum í Höllinni nk. miðvikudagskvöld sem verða helgaðir því að í ár eru 100 ár frá fæðingu Oddgeirs Kristjánssonar. Bera þeir yfirskriftina Vor við sæinn, minningartónleikar um Oddgeir. Allir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína og er ákveðið að styrkja fólk sem varð fyrir miklu tjóni þegar veggjatítla […]
Drög að Goslokahátíð liggja fyrir

Fyrir liggja fyrstu drög að dagskrá goslokahátíðarinnar. Hátíðin hefst strax síðdegis á fimmtudag með opnun á sýningu Sigmund, tónlista- og bókmenntadagskrá í Vinaminni og í Höllinni. Viðburðirnir reka síðan hver annan alla helgina. Enn er tími til að tími til þess að tilkynna um viðburði, sýningar eða annað sem á döfinni er þessa helgi, bæði […]
Slökkviliðið komið með sína eigin laug

Á dögunum fékk Slökkvilið Vestmannaeyja sína eigin laug. Ekki þannig að meðlimir liðsins geti dýft sér ofan í til yndisauka, heldur laug sem notuð er sem vatnsforðabúr á vettvangi. Þannig væri t.d. hægt að tæma tankbíl liðsins á staðnum, í laugina og tankbíllinn gæti svo sótt meira vatn á meðan notast væri við vatnið úr […]