Slökkviliðið komið með sína eigin laug

Á dögunum fékk Slökkvilið Vestmannaeyja sína eigin laug. Ekki þannig að meðlimir liðsins geti dýft sér ofan í til yndisauka, heldur laug sem notuð er sem vatnsforðabúr á vettvangi. Þannig væri t.d. hægt að tæma tankbíl liðsins á staðnum, í laugina og tankbíllinn gæti svo sótt meira vatn á meðan notast væri við vatnið úr […]
Mjög góður leikur frá upphafi til enda

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV var eðlilega mjög sáttur við leik sinna manna gegn Víkingum í dag. „Já, þetta var mjög góður leikur, alveg frá upphafi og til enda. Við hefðum auðvitað viljað skora fleiri mörk en 2:0 er alveg nóg,“ sagði Heimir. (meira…)
Frábær leikur hjá ÍBV

Leikmenn ÍBV fóru hreinlega á kostum í dag þegar þeir tóku á móti Víkingum. Eyjamenn réðu lögum og lofum á vellinum í fyrri hálfleik og í raun fengu Víkingar aðeins eitt alvöru færi í öllum leiknum. Eyjamenn hreinlega óðu hins vegar í færum í fyrri hálfleiknum og ef það er eitthvað sem mætti setja út […]
Sara Rós Sumarstúlkan 2011

Í gærkvöldi var Sumarstúlkukeppnin haldin í Höllinni. Keppnin var öll hin glæsilegasta en 14 Eyjastúlkur tóku þátt í keppninni. Sara Rós Einarsdóttir var að lokum valin Sumarstúlkan 2011 og er vel að titlinum komin. Arna Hlín Ástþórsdóttir var valin Sportstúlkan, Halla Björk Jónsdóttir var valin ljósmyndafyrirsæta og Rósa Sólveig Sigurðardóttir var valin Bjartasta brosið og […]
Hitað upp fyrir leikinn í dag

Í dag klukkan 16:00 mun ÍBV taka á móti Víkingi í 6. umferð Pepsídeildar karla. Eyjamenn eru sem stendur í öðru sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir KR sem er efst en Víkingar eru í 8. sæti með 6 stig. Eyjamenn hafa unnið þrjá leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum á meðan Víkingar hafa […]
Góður sigur hjá KFS

KFS vann í dag góðan sigur á KV á heimavelli en liðin léku á Týsvellinum í dag. Lokatölur leiksins urðu 4:1 fyrir KFS en staðan í hálfleik var 1:0. Eyjamenn hafa því rétt úr kútnum eftir tap í fyrsta leik Íslandsmótsins en í kjölfarið hefur liðið unnið tvo leiki og er nú í öðru sæti […]
KFS tekur á móti vesturbæjarstórveldinu í dag

KFS tekur á móti KV í dag, laugardag klukkan 16:00 en leikur liðanna fer fram á Týsvellinum. Knattspyrnufélag Vesturbæjar, eða KV féll úr 2. deild síðasta haust en liðið tapaði fyrsta leik sínum gegn Létti í deildarkeppninni. Eyjamenn hafa hins vegar leikið tvo leiki, töpuðu fyrsta leiknum gegn KFR en unnu svo Ægi í miklum […]
Kiwanisklúbburinn Helgafell styrkir gleraugnakaup

Enn á ný kemur Kiwanisklúbburinn Helgafell færandi hendi. Nú hafa Kiwanismenn ákveðið að styrkja allt að 10 börn á aldrinum 6-15 ára um allt að 25 þúsund krónur til kaupa á sérstökum öryggisgleraugum til íþróttaiðkunar. (meira…)
Nokkur atriði vegna umræðunnar á Eyjafréttum

Heill og sæll Ómar, Nokkur atriði vegna umræðunnar á vef Eyjafrétta sem ég vil árétta. • Frumvarpið er ekki orðið að lögum. Það fer nú til umsagnar og frekari útreikninga. • Verði það að veruleika takmarkar það framsalið niður í 25% en menn ávinna sér framsalsrétt með veiðum. • Framsal er háð forleigurétti ríkis og […]
Engin hátíð í ár

Nú ljóst að djasshátíðin, Dagar lita og tóna, sem hefur verið fastur liður á hvítasunnu í 20 ár, fellur niður í ár. Er það mikill skaði því hátíðin hefur alveg frá upphafi verið einn af stóru póstunum í menningarlífi Vestmannaeyja. (meira…)