KFS vann í dag góðan sigur á KV á heimavelli en liðin léku á Týsvellinum í dag. Lokatölur leiksins urðu 4:1 fyrir KFS en staðan í hálfleik var 1:0. Eyjamenn hafa því rétt úr kútnum eftir tap í fyrsta leik Íslandsmótsins en í kjölfarið hefur liðið unnið tvo leiki og er nú í öðru sæti með jafn mörg stig og KFR, sem er í fyrst og Léttir, sem er í því þriðja en Léttismenn eiga leik til góða.