ÍBV hafði betur gegn utandeildarliðinu

ÍBV mætti utandeildarliði Kjalnesinga í 32ja liða úrslitum Valitor bikarkeppninnar í kvöld en leikurinn fór á heimavelli Kjalnesinga, á gervigrasvelli Fram í Safamýrinni. Þórarinn Ingi Valdimarsson kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik en Kjalnesingar náðu að halda aftur af Eyjamönnum það sem eftir lifði hálfleiksins. En í seinni hálfleiks bættu þeir Yngvi Borgþórsson og Ian […]

Kári búinn að jafna sig eftir erfið veikindi

Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er að stíga upp úr mjög alvarlegum veikindum og mun taka þátt í sínum fyrsta leik af fullum krafti um helgina. Kári fékk sýkingu í kirtlana sem leiddi síðan út í blóðið og fór þaðan í lungun. „Það fór allt í fokk ef ég á að segja eins og er. Þetta […]

Erum að spila glimrandi fínan bolta

Miðvörðurinn öflugi Elísa Viðarsdóttir hefur staðið vaktina í hjarta varnar ÍBV liðsins sem hefur farið svo vel af stað í Íslandsmótinu. ÍBV hefur skorað 10 mörk í tveimur leikjum og ekki fengið á sig mark enn sem komið er. „Ég er mjög sátt við stigin þrjú og það er ekki slæm tölfræði hjá nýliðum að […]

Aðalkjarasamningur samþykktur hjá Drífanda

Dagana 10. til 20. maí var haldinn kjörfundur hjá Drífanda stéttarfélagi um aðalkjarasamning milli Samtaka atvinnulífsins og Drífanda, sem undirritaður var 5. maí síðastliðinn. Á kjörskrá voru 427 en 186 greiddu atkvæði eða tæp 44% og telst kosningin því gild. tæp 70% sögðu já og því var samningurinn samþykktur. (meira…)

Mamma Mia á leiðinni í höfuðborgina

Leikfélag Vestmannaeyja leggur um helgina land undir fót og fer í höfuðborgina með uppsetningu sína á söngleiknum Mamma Mia. Söngleikurinn hefur heldur betur slegið í gegn í Eyjum, rúmlega 2000 manns hafa séð sýninguna sem er aðsóknarmet hjá Leikfélaginu. Upphaflega átti að sýna tvívegis í Gaflaraleikhúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði en vegna mikillar aðsóknar hefur […]

Fyrst kom Tyrkjaránið, svo Vestmannaeyjagosið og nú Róbert Marshall

Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Hugins ehf í Vestmannaeyjum segir kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar með ólíkindum. Huginn gerir út uppsjávarveiðiskipið Huginn VE. Páll segir að útvegsbændur í Eyjum ætli sjálfir að láta meta áhrif breytinganna á sjávarútveginn í Eyjum. (meira…)

KFS féll úr leik í gærkvöldi

Í gærkvöldi hófst 32ja liða úrslit Valitors bikarkeppninnar þegar 3. deildarlið KFS sótti 2. deildarlið Hamars heim. Lokatölur leiksins urðu 2:0 fyrir Hamri eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1:0. Hjalti Kristjánsson, þjálfari KFS segir m.a. að sitt lið hafi átt tvö skot í stöng og fjölda færa sem hefði átt að nýta en […]

Aftur fimm marka sigur hjá ÍBV

Nýliðar ÍBV í Pepsídeild kvenna fara heldur betur vel af stað í Íslandsmótinu. Stelpurnar byrjuðu á því að vinna Þór/KA 5:0 á útivelli og í kvöld tóku Eyjastelpur á móti Aftureldingu. Lokatölur urðu 5:0 og hefur ÍBV því fullt hús stiga eftir tvær umferðir og markatalan er sérlega glæsileg, 10:0. Aðstæður í kvöld voru reyndar […]

Of þunnur til að borga fyrir innkaupin

Á laugardaginn var lögreglu tilkynnt um búðarhnupl í verslun Krónunnar í Vestmannaeyjum. Karlmaður á þrítugsaldri hafði verið staðinn að því að fara út úr versluninni án þess að greiða fyrir vörurnar sem hann var með. Maðurinn viðurkenndi brot sitt en gaf þá skýringu að hann hefði gleymt því að greiða fyrir vörurnar sökum eftirkasta skemmtanahalds […]

Söfnun raftækja frestað

4. flokkur karla í knattspyrnu ætlaði að ganga í hús í dag og safna raftækjum en söfnunin var hluti af fjáröflun flokksins fyrir sumarið. Hins vegar eru aðstæður þannig að ekki er ráðlagt að börn séu mikið á ferðinni í dag og því hefur söfnuninni verið frestað um óákveðinn tíma. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.