Í gærkvöldi hófst 32ja liða úrslit Valitors bikarkeppninnar þegar 3. deildarlið KFS sótti 2. deildarlið Hamars heim. Lokatölur leiksins urðu 2:0 fyrir Hamri eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1:0. Hjalti Kristjánsson, þjálfari KFS segir m.a. að sitt lið hafi átt tvö skot í stöng og fjölda færa sem hefði átt að nýta en bætir því við að Hamarsmenn hafi verið sterkir.