Fyrst kom Tyrkjaránið, svo Vestmannaeyjagosið og nú Róbert Marshall
25. maí, 2011
Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Hugins ehf í Vestmannaeyjum segir kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar með ólíkindum. Huginn gerir út uppsjávarveiðiskipið Huginn VE. Páll segir að útvegsbændur í Eyjum ætli sjálfir að láta meta áhrif breytinganna á sjávarútveginn í Eyjum.