Of þunnur til að borga fyrir innkaupin

Á laugardaginn var lögreglu tilkynnt um búðarhnupl í verslun Krónunnar í Vestmannaeyjum. Karlmaður á þrítugsaldri hafði verið staðinn að því að fara út úr versluninni án þess að greiða fyrir vörurnar sem hann var með. Maðurinn viðurkenndi brot sitt en gaf þá skýringu að hann hefði gleymt því að greiða fyrir vörurnar sökum eftirkasta skemmtanahalds […]

Söfnun raftækja frestað

4. flokkur karla í knattspyrnu ætlaði að ganga í hús í dag og safna raftækjum en söfnunin var hluti af fjáröflun flokksins fyrir sumarið. Hins vegar eru aðstæður þannig að ekki er ráðlagt að börn séu mikið á ferðinni í dag og því hefur söfnuninni verið frestað um óákveðinn tíma. (meira…)

Unnið að hreinsun útisvæðis

Nú er unnið hörðum höndum að því að hreinsa útisvæði Sundlaugar Vestmannaeyja. Þunnt öskulag sem ekki fauk burt í gær, liggur yfir svæðinu auk þess sem pottar og laugar útisvæðisins eru fullir af ösku. Starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar vinnur nú að hreinsuninni, reynslunni ríkari enda aðeins um ár síðan síðast þurfti að fara í svipaðar hreinsunaraðgerðir. (meira…)

Nýtt knattspyrnufélag vill aðstöðu til æfinga og keppni

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðustu viku, lá fyrir erindi frá nýju knattspyrnufélagi sem fengið hefur nafnið FC Krabbi. Óskar félagið eftir velli til knattspyrnuæfinga og sem heimavelli. Ráðið benti félaginu á æfingaaðstöðu í Hásteinshöllinni, eins og segir í bókum ráðsins, en gegn gjaldi. (meira…)

Fyrsti heimaleikurinn í kvöld

Kvennalið ÍBV leikur sinn fyrsta heimaleik í dag í Pepsídeild kvenna þegar þær taka á móti Aftureldingu klukkan 18:00 á Hásteinsvellinum. Stelpurnar byrjuðu Íslandsmótið mjög vel, 0:5 stórsigur á Þór/KA á útivelli sem vakti mikla athygli enda ÍBV nýliði í efstu deild á meðan norðanstúlkum var spáð góðu gengi í sumar. Afturelding lék í úrvalsdeild […]

Ekki hægt að gera mistök í að velja markmann hjá okkur

Markvörðurinn reyndi Albert Sævarsson og Abel Dhaira frá Úganda hafa skipst á að standa í marki ÍBV það sem af er Pepsi-deildinni og hafa báðir staðið sig með ágætum. Albert hefur leikið þrjá leiki og Abel tvo en sá síðarnefndi stóð á milli stanganna gegn Keflavík í fyrradag þar sem Albert var veikur. Nokkra athygli […]

Ársfundi Byggðastofnunar frestað

Ársfundi Byggðastofnunar, sem fara átti fram í Eyjum á morgun, miðvikudag, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Fundurinn átti að hefjast klukkan 12:00 og standa til 16:00 og vera öllum opinn en ekki er ólíklegt að eldsumbrotin í Grímsvötnum hafi orðið þess valdandi að fundinum hefur nú verið frestað. (meira…)

Skólahald með eðlilegum hætti í dag

Skólahald í Grunnskóla Vestmannaeyja verður með eðlilegum hætti í dag enda öskufall í lágmarki. Útivera nemenda verður þó takmörkuð eftir föngum eins og sagt er í tilkynningu á heimasíðu Grunnskólans. Þar minnir skólastjóri á að það sé foreldranna að meta hvort þau treysti börnunum til að koma í skólann þegar um er að ræða t.d. […]

Bjartara yfir og lítið öskufall síðdegis

Nú er talsvert bjartara yfir í Vestmannaeyjum en fyrir hádegi og virðist sem öskufall sé nú í lágmarki. Upp úr klukkan átta í morgun bætti hressilega í vind þannig að sú aska sem hafði sest niður á Heimaey í nótt, fauk öll upp. Nú lítur út fyrir að askan hafi að mestu fokið á haf […]

Lokahófi fimleikanna frestað

Lokahófi Fimleikafélagsins Ránar, sem átti að hefjast nú síðdegis, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ástæðan er auðvitað öskufall og þær aðstæður sem eru í Vestmannaeyjum en lokahófið átti að fara fram í íþróttamiðstöðinni. Nýr tími lokahófsins verður auglýstur síðar. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.