Sonurinn til fjölskyldu sinnar í Eyjum

Heidi Thisland Jensen, sem bjó í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum, var myrt í heimabæ sínum, Mandal í Noregi aðfaranótt sunnudags. Morðið var mjög hrottalegt og var Heidi margstungin. Kærasti Heidiar hefur verið handtekinn og er hann búinn að viðurkenna morðið. (meira…)
Styrktarsíða opnuð fyrir Hófí og Styrmi

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarið, misstu þau Styrmir Gíslason og Hólmfríður Á. Sigurpálsdóttir heimili sitt í vetur. Sökudólgurinn voru veggjatítlur, sem talið er að hafi jafnvel verið í húsinu frá upphafi með þessum afleiðingum. Tjónið verður ekki bætt með tryggingum en það kom í ljós þegar umfangsmiklar endurbætur voru að hefjast. Búið […]
Friðrik hættur

Besti körfuboltamaður Vestmannaeyja, Friðrik Stefánsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Friðrik hefur lengst af leikið með Njarðvík en hann fór upp í gegnum yngri flokkana hjá körfuknattleiksdeild Týs. Hann náði því aldrei að spila með meistaraflokki ÍBV en auk þess að spila með Njarðvík kom hann við hjá KR, KFÍ og Þór Akureyri […]
�?órarinn Ingi í byrjunarliðinu

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld æfingaleik gegn jafnöldrum sínum í Úkraínu en leikurinn fer fram ytra. Tveir leikmenn ÍBV eru í leikmannahópi íslenska liðsins, þeir Þórarinn Ingi Valdimarsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson. Þórarinn Ingi er í byrjunarliðinu í stöðu vinstri bakvarðar en Eiður Aron byrjar á bekknum. (meira…)
Sjá fram á gjaldþrot

Hjónin Styrmir Gíslason og Hólmfríður Á. Sigurpálsdóttir höfðu búið í húsinu Sólvangi við Kirkjuveg í sex ár þegar þau ákváðu að ráðast í endurbætur á þaki og skipta um klæðningu á húsinu. Þau réðu menn í verkið og þegar þeir hófu að rífa af þakinu kom í ljós að veggjatítla hafði búið um sig í […]
Skandia dælir sandi við Landeyjahöfn

Dæluskipið Skandia dælir nú upp sandi við Landeyjahöfn og hefur verið að síðan um hádegi í gær. Erard Justinusen, er skipstjóri um borð en hann tók á dögunum við af landa sínum Sigmari Jacobsen Erard sagði í samtali við Eyjafréttir að sanddælingin gengi vel, búið væri að fylla skipið fimm sinnum en Skandia tekur í […]
Kynnist umferðarmenningu Indverja á mótorfák

Sighvatur Bjarnason er nú kominn til Indlands á leið sinni umhverfis heiminn á 80 dögum. Hann segir það mikinn léttir að komast frá Pakistan, yfir til Indlands en í fyrrnefnda landinu ríkir mikil tortryggni í garð vestrænna ríkja. Nú er hann staddur í Dehli og er búinn að kaupa sér mótorfák. Sighvatur fær því að […]
Gleymdi potti á eldavélinni

Rétt eftir miðnætti í nótt var slökkvilið Vestmannaeyja kallað út að Foldahrauni 38, sem er fjölbýlishús. Mikill reykur var í einni íbúð hússins en síðar kom í ljós að húsráðandi hafði gleymt potti á eldavél. Enginn eldur hafði myndast en reykræsta varð íbúðina. Engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir urðu á íbúðinni. (meira…)
Fréttir bornar út á morgun, fimmtudag

Fréttir verða bornar út til áskrifenda á morgun, fimmtudag en ekki í kvöld eins og vanalega. Ástæðan er umfang blaðsins en með stútfullu blaði af Fréttum, fylgir veglegt blað um fermingar og allt sem þeim fylgir. (meira…)
�?lduhæð undir tveimur metrum síðan í gær

Dæluskipið Skandia er enn bundið við bryggju þótt ölduhæð hafi farið undir tvo metra við Landeyjahöfn á ellefta tímanum í gærkvöldi. Klukkan átta í morgun var ölduhæð 1,5 metrar en í dag er spáð norðan átt og ætti því aðstæður að vera hagstæðar til að dæla sandi. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá starfsmönnum Íslenska Gámafélagsins, […]