Rétt eftir miðnætti í nótt var slökkvilið Vestmannaeyja kallað út að Foldahrauni 38, sem er fjölbýlishús. Mikill reykur var í einni íbúð hússins en síðar kom í ljós að húsráðandi hafði gleymt potti á eldavél. Enginn eldur hafði myndast en reykræsta varð íbúðina. Engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir urðu á íbúðinni.