Samgöngur á ekki að nota í riddaraslag

Ágætu lesendur. Það er greinilegt að það eru ekki allir á eitt sáttir með þær samgöngur sem við búum við í augnablikinu, það er ekkert útséð að það sé neitt að breytast (lagast). Akkúrat svona eru kjör aðstæður fyrir það fólk sem fer með ferðina í þessum málum, fólkið sem stjórnar og ræður örlögum okkar […]
Keppni, áskorun og hrekkur

Peyjarnir hjá EyjarTV settu í dag 3. þátt sinn á netið og má sjá þáttinn hér að neðan. Í þættinum smakka þeir Hjalti Enok og Hjörleifur bæði kattamat og Tabasco sósu. Hjalti benti reyndar réttilega á að kattamaturinn væri blanda af lax og rækju, sem þætti herramannsmatur hjá kisum, eins og hann orðaði það. Þá […]
Líf og fjör við höfnina

Það er óhætt að segja að það hafi verið líf og fjör neðan við Strandveginn í dag. Vestmannaeyjahöfn hreinlega iðaði af lífi enda voru hvorki fleiri né færri en fimm fraktskip í höfninni í dag. Arnarfell, gámaskip Samskips var í sinni vikulegri viðkomu í Eyjum en auk þess voru tvö flutningaskip við fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar, eitt […]
Við seljum líka smokka

Fyrir nokkru kom út bók eftir Sigurgeir Jónsson frá Þorlaugargerði, þar sem hann segir sögur af samferðamönnum sínum á léttum nótum. Hér er saga af þekktum lögfræðingi sem starfaði hér í Eyjum á árum áður. Hann átti samskipti við Magnús nokkurn kaupmann á Kletti, orðheppinn öðling sem lætur engan eiga hjá sér. (meira…)
10. bekkingar fóru um bæinn og gerðu góðverk

Krakkarnir í 10. GG í Grunnskóla Vestmannaeyja gerðu sér ferð í bæinn í dag og gerðu góðverk. Þetta gerðu þau í tilefni þess að í vikunni eru haldnir Góðverkadagar um allt land en það er skátahreyfingin í landinu sem stendur að Góðverkadögunum í þessari viku. 10. GG var skipt upp í þrjá hópa og kom […]
Er lóan komin?

Heiðlóa fannst á Heimaey í dag en þetta er mögulega fyrsta heiðlóan sem kemur til landsins í ár, einungis hefur verið tilkynnt um eina heiðlóu á árinu en það var 4. febrúar og er nú nokkuð öruggt að það hafi verið fugl frá því í haust. Frá 1998 hafa fyrstu heiðlóurnar sést á tímabilinu 20.-31. […]
Áform um sviptingu starfsleyfis

Umhverfisstofnun áformar að svipta Bæjarveitur Vestmannaeyja starfsleyfi vegna sorpbrennslunnar í Eyjum. Íbúafundur var í Vestmannaeyjum í gærkvöld um mengun frá stöðinni. Fundurinn var sá þriðji sem Umhverfisstofnun heldur vegna mengunar frá eldri sorpbrennslum. Íbúar Kirkjubæjarklausturs, Ísafjarðar og Vestmannaeyja fengu upplýsingar frá Umhverfisstofnun, Matvælastofnun og sóttvarnalækni á fundunum. (meira…)
Herjólfsferð

„Herjólfsferð er góð ferð“ var slagorð fyrirtækisins fyrir nokkrum árum. Því miður stendur Herjólfur ekki undir slagorðinu í dag og hefur ekki gert í töluvert langan tíma. Þjónustan sem fólki er boðin er fyrirtækinu til háborinnar skammar. Ég ásamt fjölskyldu minni var að koma heim til Eyja sunnudaginn 20. febrúar sl. með ferð sem fara […]
Birkir Ívar og Gunnar Berg taka við Haukum

Eyjamaðurinn Gunnar Berg Viktorsson hefur tekið við þjálfun úrvalsdeildarliðs Hauka en honum til aðstoðar verður annar Eyjamaður, Birkir Ívar Guðmundsson. Þeir félagar taka við liðinu eftir að þjálfara liðsins, Halldóri Ingólfssyni var sagt upp störfum hjá Íslands- og bikarmeisturunum. (meira…)
�?etta kemur flatt upp á fólk

„Ég er búin að fara um húsið í morgun og ég heyri að það kemur flatt upp á starfsfólkið að búið sé að ákveða að fækka um sex starfsmenn. Það er ömurlegt að frétta þetta í fjölmiðlum og að starfsfólkið hafi ekki verið látið vita,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir, sjúkraliði við Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja þegar fréttir um […]