ÍBV og KFR komin í formlegt samstarf

Um helgina var undirritaður samstarfssamningur milli ÍBV og KFR en félögin tvö hafa undanfarnar vikur rætt um hugsanlegt samstarf. Það voru þeir Jóhann Pétursson, formaður ÍBV-íþróttafélags og Óli Jón Ólason, meðstjórnandi í stjórn KFR sem undirrituðu samninginn í Týsheimilinu en samstarfið var svo kynnt fyrir félagsmönnum ÍBV á lokahófi síðar um kvöldið. (meira…)
Gunnar Heiðar skoraði fyrir Fredrikstad

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum, skoraði eitt marka Fredrikstad þegar liðið vann Sandnes Ulf, 3:1, í norsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Gunnar Heiðar kom Fredrikstad í 2:0 í seinni hálfleiknum og lið hans bætti við marki áður en Allan Borgvardt, fyrrum leikmaður FH, minnkaði muninn fyrir Sandnes Ulf. (meira…)
Albert og Kolbrún best hjá ÍBV

Í gærkvöldi fór fram lokahóf hjá ÍBV-íþróttafélagi en þar árangri sumarsins fagnað. Og Eyjamenn höfðu svo sannarlega ástæðu til að fagna því karlaliðið stóð sig vonum framar og endaði í 3. sæti Íslandsmótsins og kvennaliðið vann sér sæti í úrvalsdeild. Hápunktur kvöldsins var að sjálfsögðu verðlaunaafhendingin en best voru þau valin Albert Sævarsson og Kolbrún […]
�?tboð á dýpkun í Landeyjarhöfn

Siglingastofnun Íslands hefur birt auglýsingu þar sem óskað er eftir tilboðum í viðhaldsdýpkun í Landeyjahöfn. Áætlað er að dýpka þurfi allt að 285.000 rúmmetra á næstu þremur árum. Unnið verður við dýpkun á tímabilinu frá október til apríl. (meira…)
�?ruggt hjá Fylki gegn ÍBV

Fylkir vann öruggan sjö marka sigur á ÍBV þegar liðin mættust í Ábænum í 1. umferð N1-deildar Íslandsmótsins í kvennahandbolta. Lokatölur urðu 33:26 en staðan í hálfleik var 18:10 Fylki í vil. Þórsteina Sigurbjörnsdóttir var markahæst hjá ÍBV með átta mörk. (meira…)
Fyrstu leikirnir í handboltanum í dag

Kvennalið ÍBV leikur sinn fyrsta leik í úrvaldseild í fjögur ár þegar liðið sækir Fylki heim í Árbæinn í dag. Leikur liðanna hefst klukkan 13:00 en fyrsta umferð úrvalsdeildarinnar hófst í gær og lýkur síðdegis í dag. Karlalið ÍBV leikur einnig sinn fyrsta leik í 1. deildinni í dag þegar Eyjapeyjar sæki ungmennalið Selfoss heim […]
Albert annar í einkunnargjöf Morgunblaðsins

James Hurst, Andri Ólafsson og Tryggvi Guðmundsson eru allir í úrvalsliði Morgunblaðsins eftir sumarið. Andri er í úrvalsliðinu annað árið í röð en auk þeirra þriggja, er Albert Sævarsson varamarkvörður úrvalsliðsins. Úrvalsliðið er byggt á einkunargjöf Morgunblaðsins, M-unum svokölluðu og eftir því hversu oft viðkomandi leikmaður er valinn í lið umferðarinnar. Þannig varð t.d. Albert […]
Flygillinn kemur aftur heim

Flygillinn góði sem eitt sinn var í Höllinni er mál málanna í dag en Sigmar Georgsson, fyrrum eigandi Hallarinnar skrifaði bréf í vikublaðið Fréttir og vakti athygli á því að flygillinn væri horfinn. Hann hafi verið keyptur fyrir söfnunarfé og skoraði Sigmar á núverandi eigendur Hallarinnar, Íslandsbanka og Sparisjóð Vestmannaeyja að koma þessu hljóðfæri aftur […]
Hvar er hljóðfærið?

Undanfarna daga hefur verið í umræðunni að konsertflygillinn úr Höllinni sé farinn úr bænum. Þetta einstaka og glæsilega hljóðfæri. Ég fór á stúfana og fékk þessa fregn staðfesta og get ekki látið þetta mál afskiptalaust! Er verið að fremja bankarán? Á landinu öllu eru aðeins til á milli 10 og 15 risakonsertflyglar álíka og var […]
Bleikt þema í Eyjum

Sala á Bleiku slaufunni hófst um land allt í morgun, föstudaginn 1. október en Bleika slaufan er árverkni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands. Bleiki liturinn var því allsráðandi í Eyjum, Ráðhús Vestmannaeyja, sem er ein fallegasta bygging landsins, var lýst upp með bleikum ljósum og starfsfólk pósthússins klæddist bleiku í morgun en bleika slaufan verður til […]