Ekki líklegt að nýja útisvæðið opni á næstunni

Eins og gefur að skilja hefur öskufallið í Vestmannaeyjum haft margvísleg áhrif á samfélagið. Í síðustu viku var nýtt og glæsilegt útisvæði við Sundlaug Vestmannaeyja opnað en það var ekki opið nema í sex daga áður en því var lokað aftur vegna öskunnar. Svæðið allt er þakið svartri ösku og ljóst að Eyjamenn eða gestir […]
Tilkynning frá Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja

Þar sem spáð er áframhaldandi norð- og norðaustlægum áttum um helgina eru líkur á áframhaldandi öskufalli í Vestmannaeyjum frá eldsumbrotunum í Eyjafjallajökli. Umtalsvert öskufall hefur verið í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn og öskufjúk er nú í bænum. Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja bendir fólki á að unnt er að nálgast rykgrímur á lögreglustöðinni. Þá er unnt að nálgast grímur […]
Dreifa rykgrímum í Herjólfi og á fimleikamót

Öskuský liggur nú yfir Vestmannaeyjum og hefur rykgrímum og hlífðargleraugum verið dreift til bæjarbúa. „Eyjan er bara grá,“ sagði lögreglumaður í Eyjum í samtali við mbl.is. Hann segir að það þjóni engum tilgangi að hefja hreinsunarstörf í Eyjum á meðan askan fellur til jarðar. Víða hafi ekki sést á milli húsa. Margir tóku til hendinni […]
Leikur ÍBV og Vals færður í land

Vegna eldgossins í Eyjafjallajökli hefur verið ákveðið að ÍBV og Valur víxli heimaleikjum sínum og mætist á Vodafonevellinum að Hlíðarenda á mánudagskvöldið. Þau mætast því ekki í Eyjum í dag eins og til stóð. Ljóst varð í morgun að Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum væri óleikfær vegna öskufalls. Því verða það Eyjamenn sem koma í land og […]
�?ll þök svört og dökkt um að litast

Nú er afar dökkt um að litast í Vestmannaeyjum enda þykkt öskulagið yfir öllu. Egill Egilsson sendi Eyjafréttum nokkrar myndir sem hann tók yfir bæinn en þar sem áður voru litrík húsaþök, eru nú aðeins dökkgrá þök. Ef vel er gáð, má þó sjá eitt rautt þak innan um dökkgráu húsþökin. Öskufall var í alla […]
Eyjamenn fá sóknarmann frá S-Afríku

Eyjamönnum hefur bæst liðsstyrkur fyrir átökin í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í sumar en þeir hafa samið við suður-afríska sóknarmanninn Danian Justin Warley. Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið og kvaðst vonast til að fá Warley til landsins sem fyrst en hann hefur verið á mála hjá 1. deildarliði Ikapa Sporting […]
Enn fellur aska í Eyjum

Enn fellur aska í Eyjum. Laust eftir miðnætti færðist öskuskýið aftur yfir Heimaey úr austri og hefur askan fallið nokkuð stöðugt í alla nótt. Eyjamenn voru fljótir til þegar öskufallinu lauk um sjö í gærkvöldi og hófu hreinsunarstörf og mátt víða sjá eigendur húsa smúla húsin sín. Hreinsunarstarfið hefur hins vegar farið fyrir lítið þar […]
Viðar �?rn aftur í Selfoss

Selfyssingar hafa endurheimt framherjann Viðar Örn Kjartansson frá ÍBV. Viðar er 20 ára gamall og lék síðast með Selfoss sumarið 2008 áður en hann gekk í raðir Eyjamanna. Hann lék 24 leiki í ÍBV treyjunni í fyrra og skoraði 7 mörk fyrir liðið. Í síðustu umferð Íslandsmótsins sleit hann krossbönd og hefur ekkert leikið síðan […]
Umhverfið sérstakt í öskufallinu

Nú er umhverfið í Vestmannaeyjum heldur óvenjulegt enda verið stöðugt öskufall síðasta klukkutímann eða svo. Jörð er orðin grá og rykið þyrlast upp þegar bílar keyra um göturnar. Margir eru með grímur fyrir vitum sér og jafnvel gleraugu líka. Rigning fylgir öskufallinu með til heyrandi erfiðleikum fyrir ökumenn bifreiða en blaut askan límist við bílrúðurnar. […]
Aska fellur nú á Eyjar í fyrsta sinn í Eyjafjallajökulsgosinu

Talsvert öskufall er nú í Vestmannaeyjum og er það í fyrsta skiptið frá því gosið hófst í Eyjafjallajökli að Eyjamenn fá að kenna á því. Er nú eins og hálfrokkið sé. (meira…)