Sterkt samfélag

Undanfarnir mánuðir hafa um margt verið erfiðir fyrir íslensku þjóðina. Við hrun bankanna féll sú ímynd að Ísland væri „stórasta land í heimi“ og að Íslendingar væru almennt séð hæfileikaríkari og betri en aðrir. Dómharka þjóðarinnar í eigin garð er mikil og hleypur með ýmsa í gönur. Vissulega var margt sem fór aflaga í samfélaginu […]
Syngjum eingöngu lög ættuð úr Eyjum

Eins og fram kom í síðasta tölublaði Frétta, mun Sönghópur Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu (ÁtVR) halda tónleika í sal Kiwanis laugardaginn 1. maí. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og er aðgangseyrir aðeins 1.500 krónur. Hafsteinn G. Guðfinnsson hefur stjórnað hópnum frá upphafi en hann var stofnaður fyrir 5 árum. (meira…)
�?rjú vörubílahlöss af ösku mokuð upp úr Vestmannaeyjahöfn

Öskuflekkur barst inn í Vestmannaeyjahöfn í dag með þeim afleiðingum að starfsmenn Vestmannaeyjahafnarinnar þurftu að beita mengunarvarnarbúnaði til að ná öskunni upp. Hætta var á að inntök fyrir kælibúnað skipa myndi skemmast ef askan næði að þeim og því varð að grípa til þess ráðs að háfa öskuna upp úr sjónum. Alls náðust um þrjú […]
Ferð undir Eyjafjöllin slegið á frest

Fyrirhugaðri ferð Eyjamanna upp á land til hreinsunarstarfa undir Eyjafjöllum hefur verið slegið á frest. Ástæðan er öskufall á svæðinu þannig að ekki er ráðlagt að fara með hóp sjálfboðaliða á staðinn. Ágætis þátttaka var í ferðinni en ekki hefur verið ákveðið hvenær Eyjamenn fara til hreinsunarstarfa hjá nágrönnum sínum. (meira…)
Fréttatilkynning frá Vestmannaeyjalistanum

Framboðslisti Vestmannaeyjalistans við bæjarstjórnarkosningarnar 29. maí hefur verið ákveðinn. Listinn er boðinn fram af Samfylkingu, Vinstrihreyfingunni- grænu framboði og óháðum kjósendum og er þannig skipaður: (meira…)
Vestmannaeyjalistinn klár

Nú liggur listi Vestmannaeyjalistans klár fyrir sveitastjórnarkosningarnar 29. maí næstkomandi. Páll Scheving Ingvarsson leiðir listann en Páll tók við sem oddviti listans á kjörtímabilinu. Athygli vekur að Jórunn Einarsdóttir, grunnskólakennari er í öðru sæti en Jórunn bauð sig fram í síðustu Alþingiskosningunum í Suðurkjördæmi fyrir Vinstri-Græna. Listann má sjá hér að neðan. (meira…)
Eyjamenn til aðstoðar Eyfellingum

Vestmanneyingar búa yfir mikilli reynslu og fengu mikla aðstoð í Heimaeyjargosinu þegar sjálfboðaliðar lögðust á eitt með heimamönnum og unnu sleitulaust við björgunar- og uppbyggingarstörf. Hugurinn hefur því verið hjá fólkinu sem glímir nú við náttúruöflin undir Eyjafjallajökli þar sem öskufall hefur valdið miklu tjóni. (meira…)
Ekki tjaldstæði í bakgarðinn

Bæjarstjórn hefur samþykkt tillögu umhverfis- og skipulagsráðs um breytingu á deiliskipulagi á íþrótta- og útivistarsvæði Vestmannaeyjabæjar. Breytingin er gerð til að hægt verði að stækka tjaldsvæðið við Þórsheimilið að Íþróttamiðstöðinni norðan við Bessahraunið. Er þetta gert í óþökk íbúa við Bessahraun og Áshamar og sendi 61 þeirra bréf til ráðsins þar sem breytingunni er mótmælt. […]
Konný með sigurmyndina í marsmánuði

Laufey Konný Guðjónsdóttir átti sigurmynd í Ljósmyndakeppni Frétta og Byggðasafnsins í marsmánuði. Þema mánaðarins var Hraunið en sigurmyndina tók Konný ofan af Eldfelli, yfir Bjarnarey og Elliðaey og út að Eyjafjallajökli, þar sem gosið hefur svo míkið síðustu vikur. Alls bárust 66 myndir í marsmánuði en Jóhanna Ýr Jónsdóttir, safnstjóri Byggðasafnsins, sem situr í dómnefnd, […]
Söfnun fyrir ekkju sem missti allt

Jóhannes Esra Ingólfsson lést í júlí á síðasta ári, langt um aldur fram. Lát hans var okkur ættingjum og vinum mikið áfall, enda Esra, eins og við kölluðum hann, á besta aldri. Eftirlifandi kona hans er Guðný Anna Tórshamar, en þau giftu sig í maí 2007.Staða ekkjunnar er í dag þannig að dánarbúið hefur verið […]